Óvissa um framtíð Hannesar og Valsmenn svara ekki Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 11:31 Hannes Þór Halldórsson átti gott tímabil með Val en liðið olli vonbrigðum. mynd/Hafliði Breiðfjörð Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson gæti verið á förum frá Val þrátt fyrir að eiga enn eftir eitt ár af samningi sínum við félagið. Fótbolti.net greindi frá því á sunnudag að hollenski markvörðurinn Guy Smit væri á förum til Vals eftir frábæra frammistöðu með Leikni á sinni fyrstu leiktíð í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Koma Smits á Hlíðarenda vekur upp spurningar um framtíð Hannesar sem í haust lagði landsliðshanskana á hilluna. Hann verður orðinn 38 ára gamall þegar næsta leiktíð hefst í Pepsi Max-deildinni. Hannes vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði leikmannamál á könnu formannsins Barkar Edvardssonar en Börkur hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 12.45: Vísir náði tali af Berki eftir að greinin birtist en hann sagði aðeins að Hannes væri með samning til eins árs í viðbót hjá Val og vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Í stuttu samtali við Fótbolta.net svaraði Hannes, aðspurður hvort einhverjar viðræður væru í gangi: „Nei, það eru engar og næst ekki í neinn niðri á Hlíðarenda." Hannes þótti leika vel í sumar en lið Vals olli miklum vonbrigðum og endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar auk þess að falla úr leik gegn Lengjudeildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Smit er 25 ára gamall og hefur varið mark Leiknis síðustu tvö tímabil. Þeir Hannes voru á sama tíma hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen tímabilið 2015-16. Kristinn rætt við önnur félög Kristinn Freyr Sigurðsson er á förum frá Val en hann hefur átt í viðræðum við Breiðablik og fleiri félög hafa sýnt honum áhuga. Hann er samningslaus en hans mál ættu að skýrast í vikunni. Kristinn, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur verið í burðarhlutverki hjá Val um langt árabil. Hann hefur leikið með Val frá árinu 2012, ef undan er skilin ein leiktíð með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni 2017. Kristinn, sem verður þrítugur á jóladag, var í byrjunarliði Vals í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar og kom við sögu í öllum leikjum nema einum. Hann skoraði eitt mark. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá því á sunnudag að hollenski markvörðurinn Guy Smit væri á förum til Vals eftir frábæra frammistöðu með Leikni á sinni fyrstu leiktíð í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Koma Smits á Hlíðarenda vekur upp spurningar um framtíð Hannesar sem í haust lagði landsliðshanskana á hilluna. Hann verður orðinn 38 ára gamall þegar næsta leiktíð hefst í Pepsi Max-deildinni. Hannes vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði leikmannamál á könnu formannsins Barkar Edvardssonar en Börkur hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 12.45: Vísir náði tali af Berki eftir að greinin birtist en hann sagði aðeins að Hannes væri með samning til eins árs í viðbót hjá Val og vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Í stuttu samtali við Fótbolta.net svaraði Hannes, aðspurður hvort einhverjar viðræður væru í gangi: „Nei, það eru engar og næst ekki í neinn niðri á Hlíðarenda." Hannes þótti leika vel í sumar en lið Vals olli miklum vonbrigðum og endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar auk þess að falla úr leik gegn Lengjudeildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Smit er 25 ára gamall og hefur varið mark Leiknis síðustu tvö tímabil. Þeir Hannes voru á sama tíma hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen tímabilið 2015-16. Kristinn rætt við önnur félög Kristinn Freyr Sigurðsson er á förum frá Val en hann hefur átt í viðræðum við Breiðablik og fleiri félög hafa sýnt honum áhuga. Hann er samningslaus en hans mál ættu að skýrast í vikunni. Kristinn, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur verið í burðarhlutverki hjá Val um langt árabil. Hann hefur leikið með Val frá árinu 2012, ef undan er skilin ein leiktíð með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni 2017. Kristinn, sem verður þrítugur á jóladag, var í byrjunarliði Vals í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar og kom við sögu í öllum leikjum nema einum. Hann skoraði eitt mark.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira