Óvissa um framtíð Hannesar og Valsmenn svara ekki Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 11:31 Hannes Þór Halldórsson átti gott tímabil með Val en liðið olli vonbrigðum. mynd/Hafliði Breiðfjörð Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson gæti verið á förum frá Val þrátt fyrir að eiga enn eftir eitt ár af samningi sínum við félagið. Fótbolti.net greindi frá því á sunnudag að hollenski markvörðurinn Guy Smit væri á förum til Vals eftir frábæra frammistöðu með Leikni á sinni fyrstu leiktíð í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Koma Smits á Hlíðarenda vekur upp spurningar um framtíð Hannesar sem í haust lagði landsliðshanskana á hilluna. Hann verður orðinn 38 ára gamall þegar næsta leiktíð hefst í Pepsi Max-deildinni. Hannes vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði leikmannamál á könnu formannsins Barkar Edvardssonar en Börkur hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 12.45: Vísir náði tali af Berki eftir að greinin birtist en hann sagði aðeins að Hannes væri með samning til eins árs í viðbót hjá Val og vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Í stuttu samtali við Fótbolta.net svaraði Hannes, aðspurður hvort einhverjar viðræður væru í gangi: „Nei, það eru engar og næst ekki í neinn niðri á Hlíðarenda." Hannes þótti leika vel í sumar en lið Vals olli miklum vonbrigðum og endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar auk þess að falla úr leik gegn Lengjudeildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Smit er 25 ára gamall og hefur varið mark Leiknis síðustu tvö tímabil. Þeir Hannes voru á sama tíma hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen tímabilið 2015-16. Kristinn rætt við önnur félög Kristinn Freyr Sigurðsson er á förum frá Val en hann hefur átt í viðræðum við Breiðablik og fleiri félög hafa sýnt honum áhuga. Hann er samningslaus en hans mál ættu að skýrast í vikunni. Kristinn, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur verið í burðarhlutverki hjá Val um langt árabil. Hann hefur leikið með Val frá árinu 2012, ef undan er skilin ein leiktíð með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni 2017. Kristinn, sem verður þrítugur á jóladag, var í byrjunarliði Vals í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar og kom við sögu í öllum leikjum nema einum. Hann skoraði eitt mark. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá því á sunnudag að hollenski markvörðurinn Guy Smit væri á förum til Vals eftir frábæra frammistöðu með Leikni á sinni fyrstu leiktíð í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Koma Smits á Hlíðarenda vekur upp spurningar um framtíð Hannesar sem í haust lagði landsliðshanskana á hilluna. Hann verður orðinn 38 ára gamall þegar næsta leiktíð hefst í Pepsi Max-deildinni. Hannes vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði leikmannamál á könnu formannsins Barkar Edvardssonar en Börkur hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 12.45: Vísir náði tali af Berki eftir að greinin birtist en hann sagði aðeins að Hannes væri með samning til eins árs í viðbót hjá Val og vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Í stuttu samtali við Fótbolta.net svaraði Hannes, aðspurður hvort einhverjar viðræður væru í gangi: „Nei, það eru engar og næst ekki í neinn niðri á Hlíðarenda." Hannes þótti leika vel í sumar en lið Vals olli miklum vonbrigðum og endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar auk þess að falla úr leik gegn Lengjudeildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Smit er 25 ára gamall og hefur varið mark Leiknis síðustu tvö tímabil. Þeir Hannes voru á sama tíma hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen tímabilið 2015-16. Kristinn rætt við önnur félög Kristinn Freyr Sigurðsson er á förum frá Val en hann hefur átt í viðræðum við Breiðablik og fleiri félög hafa sýnt honum áhuga. Hann er samningslaus en hans mál ættu að skýrast í vikunni. Kristinn, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur verið í burðarhlutverki hjá Val um langt árabil. Hann hefur leikið með Val frá árinu 2012, ef undan er skilin ein leiktíð með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni 2017. Kristinn, sem verður þrítugur á jóladag, var í byrjunarliði Vals í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar og kom við sögu í öllum leikjum nema einum. Hann skoraði eitt mark.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira