Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna Þorgils Jónsson skrifar 27. september 2021 18:31 John Hinckley Jr. verður brátt frjáls allra sinna ferða, um 40 árum eftir að hafa reynt að ráða Reagan forseta af dögum. John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. Hinckley, sem skaut Reagan fyrir utan hótel í Washingtonborg, var úrskurðaður ósakhæfur á sínum tíma. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Hinckley var haldinn þráhyggju fyrir leikkonunni Jodie Foster og vonaðist til þess að ná athygli hennar með ódæðinu. Reagan forseti var fékk skot í vinstri handarkrika. Skotið hafnaði í lunga hans og olli alvarlegum innvortis blæðingum. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal Jim Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist og lést árið 2014.Mynd/AP Hinckley sat inni á réttargeðdeild fram til ársins 2016, en hefur síðan búið hjá móður sinni í Virginíuríki undir nokkrum skilyrðum. Hann var undir eftirliti lækna og sálfræðinga og mátti ekki eiga byssu. Þá mátti hann ekki hafa samband við börn Reagans, önnur fórnarlömb eða ættingja þeirra og ekki heldur við Jodie Foster. Þeim verður nú aflétt á næsta ári, enda þykir ekki standa ógn af honum lengur. Hinckley var talinn ósakhæfur og dvaldi á réttargeðdeild allt til ársins 2016.Mynd/AP „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ hefur AP eftir alríkisdómaranum sem kvað upp þennan úrskurð. Allir aðilar væru sáttir við stöðuna, í ljósi framkomu og greininga á Hinckley. Hann hefði ekki sýnt neina ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Hinckley virðist una hag sínum vel og hefur síðasta árið flutt frumsamin ástarlög á YouTube-rás sinni. Bandaríkin Ronald Reagan Tengdar fréttir Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Hinckley, sem skaut Reagan fyrir utan hótel í Washingtonborg, var úrskurðaður ósakhæfur á sínum tíma. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Hinckley var haldinn þráhyggju fyrir leikkonunni Jodie Foster og vonaðist til þess að ná athygli hennar með ódæðinu. Reagan forseti var fékk skot í vinstri handarkrika. Skotið hafnaði í lunga hans og olli alvarlegum innvortis blæðingum. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal Jim Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist og lést árið 2014.Mynd/AP Hinckley sat inni á réttargeðdeild fram til ársins 2016, en hefur síðan búið hjá móður sinni í Virginíuríki undir nokkrum skilyrðum. Hann var undir eftirliti lækna og sálfræðinga og mátti ekki eiga byssu. Þá mátti hann ekki hafa samband við börn Reagans, önnur fórnarlömb eða ættingja þeirra og ekki heldur við Jodie Foster. Þeim verður nú aflétt á næsta ári, enda þykir ekki standa ógn af honum lengur. Hinckley var talinn ósakhæfur og dvaldi á réttargeðdeild allt til ársins 2016.Mynd/AP „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ hefur AP eftir alríkisdómaranum sem kvað upp þennan úrskurð. Allir aðilar væru sáttir við stöðuna, í ljósi framkomu og greininga á Hinckley. Hann hefði ekki sýnt neina ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Hinckley virðist una hag sínum vel og hefur síðasta árið flutt frumsamin ástarlög á YouTube-rás sinni.
Bandaríkin Ronald Reagan Tengdar fréttir Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26
James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20