Erlent

Slökkvi­liðs­menn á La Palma hörfa vegna aukins krafts í gosinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aukinn kraftur er í eldgosinu á La Palma.
Aukinn kraftur er í eldgosinu á La Palma. AP Photo/Jonathan Rodriguez

Slökkviliðsmenn á Kanaríeyjunni La Palma, þar sem eldgos hófst á sunnudag, hafa þurft að hörfa vegna aukins krafts í eldfjallinu. Mennirnir höfðu verið að sinna verkum til að fyrirbyggja eignartjón í hverfinu Todoque. 

Þúsund íbúum bæjanna Tajuya, Tacande de Abajo og Tacande de Arriba var í dag gert að yfirgefa heimili sín vegna aukinnar virkni í eldfjallinu. Frá upphafi eldgossins á sunnudag hafa meira en 350 heimili orðið glóandi hrauninu að bráð. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu

Nú leggur þyggan reykmökk og ösku frá eldfjallinu sem teygir sig um fjóra kílómetra upp í loftið. Aflýsa þurfti fjölda flugferða í dag til og frá flugvellinum á eyjunni. Enginn hefur farist vegna gossins að því er best er vitað.

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins muni lýsa yfir neyðarástandi á eyjunni í næstu viku. Þá hafa yfirvöld á Kanaríeyjum þegar kynnt að fólk sem hafi misst heimili sín muni fá fjárhagsaðstoð. 

Um 80 þúsund manns búa á eyjunni, sem er mikil eldfjallaeyja. Síðast gaus á eyjunni fyrir fimmtíu árum síðan, árið 1971. Jarðvísindamenn eru óvissir um hvað gosið muni vara lengi en fyrri gos á eyjunni hafa varað á milli 24 og 84 daga. 


Tengdar fréttir

Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum

Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu.

Bull­sjóðandi sund­laugar og hús­þök sem gægjast út úr hrauninu

Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig.

Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma

„Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×