Úrslit: Fylkir - Valur 0-6 | Valssigur í leik sem skipti litlu

Andri Gíslason skrifar
Vísir/Hulda Margrét

Fyrir leikinn var ljóst að lítið var undir. Fylkismenn voru þegar fallnir og Valur gat ekki farið upp í evrópusæti, sama hversu hagstæð önnur úrslit yrðu. Á mjög fámennum Wurth vellinum unnu Valsmenn 0-6 stórsigur á Fylki.

Leikurinn var ekkert sérstaklega mikið fyrir augað framan af. Lítið tempó og lítil ákefð í leikmönnum eins og kannski eðlilegt var í ljósi stöðunnar. Það voru þó gestirnir sem voru sterkari. Það voru líka þeir sem skoruðu fyrsta markið á 34. mínútu. Tryggvi Rafn Haraldsson lagði þá upp mark sem Patrick Pedersen skoraði.

Guðmundur Andri tryggvason var næstur á blað á 54. mínútu. Birkir Már Sævarsson átti þá fyrirgjöf sem fór í gegnum teiginn og Guðmundur Andri skoraði á fjærstönginni.

Patrick Pedersen var svo aftur á ferðinni á 66. mínútu og var þar líka aftur Birkir Már sem átti stoðsendingu. Lítil fyrirstaða á vængjunum hjá Val þar sem bæði bakverðir og kantmenn fengu að athafna sig að vild. Pedersen fullkomnaði svo þrennuna með marki úr teignum á 72. mínútu.

Það voru svo Guðmundur Andri og Arnór Smárason sem skoruðu síðustu tvö mörk leiksins á 80. og 84. mínútu. Þarna voru Fylkismenn eiginlega hættir og Valur lokaði þessu bara. 0-6 niðurstaðan og Fylkir fer niður með -33 í markatölu.

Hvað næst?

það er ljóst að Fylkismenn eru fallnir. Síðari umferðin hjá þeim ekki góð og það skilar sér í sæti í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Valur lokar deildinni í 5. sæti sem er langt undir væntingum. Bæði liðin væntanlega munu hugsa sinn gang í vetur.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.