Erlent

Tveir handteknir til viðbótar vegna dauða norðurírsku blaðakonunnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Líkmenn bera kistu Lyru McKee út úr Dómkirkju heilagrar Önnu í Belfast í apríl árið 2019.
Líkmenn bera kistu Lyru McKee út úr Dómkirkju heilagrar Önnu í Belfast í apríl árið 2019. Vísir/EPA

Lögreglan á Norður-Írland handtók tvo karlmenn á þrítugsaldri í dag á grundvelli hryðjuverkalaga í tengslum við drápið á Lyru McKee í Londonderry árið 2019. Fjórir aðrir voru handteknir í síðustu viku. 

McKee var skotin til bana þegar hún fylgdist með óeirðum í Londonderry. Nýi írski lýðveldisherinn (NIRA), einn fárra hópa sem eru andsnúnir friðarsamningnum frá 1998 sem batt enda á vopnuð átök sambands- og þjóðernissinna, hefur sagt að liðsmaður hans hafi skotið McKee þegar hann hóf skothríð að lögreglu. McKee var 29 ára gömul.

Mennirnir sem voru handteknir í dag eru 24 og 29 ára gamlir. Ekki hefur komið fram hvernig þeir eru taldir tengjast drápinu.

Þrír karlmenn hafa þegar verið ákærðir fyrir manndráp, þar á meðal tveir sem voru handteknir í síðustu viku. Þá hafa tveir til viðbótar verið ákærðir fyrir óeirðir og tengd afbrot, að sögn Reuters-fréttastofunnar


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×