Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 11:21 Serhiy Shefir sést hér standa fyrir aftan Volodýmýr Zelenskíj, forseta, (lengst til hægri) í september árið 2019. Vísir/Getty Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. Skotið var á bíl Serhij Shefir, ráðgjafa Volodýmýrs Zelenskíj forseta, nærri þorpinu Lesnyky um fimm kílómetra austan við höfuðborgina Kænugarð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla segir að fleiri en tíu byssukúlum hafi verið skotið á bílinn og að grunur leiki á að um tilraun til morðs að yfirlögðu ráði hafi verið að ræða. Fjölmiðlar á staðnum segjast hafa talið nítján göt eftir byssukúlur á bifreiðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar til þessa. Zelenskíj forseti er sjálfur staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Talsmenn embættisins segja að forsetinn hafi verið upplýstur um atburðina og að hann ætli sér að tjá sig bráðlega. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi forsetans, segist telja að morðtilræðið megi rekja til glímu Zelenskíj við valdamikla auðkýfinga sem jafnan eru nefndir olígarkar. Hann fullyrti að sjálfvirk vopn hefðu verið notuð við skotárásina. Úkraínska þingið fjallar um frumvarp forsetans sem er ætlað að draga úr völdum olígarkanna í landinu í þessari viku. Úkraína Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Skotið var á bíl Serhij Shefir, ráðgjafa Volodýmýrs Zelenskíj forseta, nærri þorpinu Lesnyky um fimm kílómetra austan við höfuðborgina Kænugarð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla segir að fleiri en tíu byssukúlum hafi verið skotið á bílinn og að grunur leiki á að um tilraun til morðs að yfirlögðu ráði hafi verið að ræða. Fjölmiðlar á staðnum segjast hafa talið nítján göt eftir byssukúlur á bifreiðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar til þessa. Zelenskíj forseti er sjálfur staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Talsmenn embættisins segja að forsetinn hafi verið upplýstur um atburðina og að hann ætli sér að tjá sig bráðlega. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi forsetans, segist telja að morðtilræðið megi rekja til glímu Zelenskíj við valdamikla auðkýfinga sem jafnan eru nefndir olígarkar. Hann fullyrti að sjálfvirk vopn hefðu verið notuð við skotárásina. Úkraínska þingið fjallar um frumvarp forsetans sem er ætlað að draga úr völdum olígarkanna í landinu í þessari viku.
Úkraína Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira