Íslenski boltinn

Ó­á­nægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjó­bolta­séns í hel­víti að þetta sé gult fyrir leikara­skap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birnir Snær var rekinn af velli í kvöld.
Birnir Snær var rekinn af velli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap.

HK vann eins og áður sagði mjög mikilvægan sigur sem lyfti liðinu upp úr fallsæti og felldi Fylki í leiðinni. Valgeir Valgeirsson skoraði sigurmark HK í leiknum eftir að Birnir Snær fékk sitt annað gula spjald.

Birnir Snær verður því í leikbanni er HK heimsækir Kópavogsvöll í lokaumferð deildarinnar. Ívar Örn Jónsson verður einnig í leikbanni og þá haltraði Leifur Andri Leifsson af velli í dag og gæti því farið svo að HK verði án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, ræddi við Stöð 2 Sport að leik loknum. 

„Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið er að leyfa leiknum að fljóta eins og við getum og ég tel okkur hafa náð því í dag. Lögðum við okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur Alvar í viðtali eftir leik.

„Þetta er ekki gróft brot. Ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum,“ sagði dómarinn um fyrra spjaldið sem Birnir Snær fékk í kvöld. 

„Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur, ég stóð beint fyrir aftan. Það er snerting milli leikmanna beggja liða en í þessu atviki er það leikmaður HK sem býr til snertingu. Fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna gef ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald.“

Hér að neðan má sjá hvað Twitter fannst um ákvörðun Vilhjálms Alvars Þórarinssonar, dómara leiksins, að reka Birni Snæ af velli.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×