Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 14:55 Frá JFK-flugvellinum í New York. Spencer Platt/Getty Images) Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. Reuters greinir frá og hefur eftir Jeff Zients, embættismanni sem heldur utan um viðbrögð yfirvalda í Bandaríkjunum við kórónuveirufaraldrinum. Hvíta húsið hefur einnig staðfest tíðindin. Í frétt Reuters segir að Bandaríkin munu opna á ferðir fullbólusettra ríkisborgara Kína, Indlands, Bretlands og fjölda ríkja Evrópu. Fastlega má gera ráð fyrir að Ísland sé þar á meðal. Munu tilslakanirnar taka gildi snemma í nóvember. Zients segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða bóluefni verði tekin gild í Bandaríkjunum, Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna muni ákveða það. Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna og eru ekki bandarískir ríkisborgarar þurfa að sýna fram á bólusetningu áður en ferðast er til landsins, auk neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem ekki er eldri en þriggja daga. Fullbólusettir farþegar þurfa ekki að fara í sóttkví við komuna til Bandaríkjanna. „Nýja kerfið miðast við einstaklinga, fremur en frá hvaða löndum þeir koma og er þar af leiðandi sterkara kerfi,“ hefur fréttaveitan AP eftir Zients. Ferðabann, með ákveðnum undantekningum þó, hefur verið í gildi fyrir ríkisborgara þessara landa og fleiri, frá og með í mars á síðasta ári þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti þrjátíu daga ferðabann í upphafi kórónuveirufaraldursins, svo hefta mætti útbreiðslu veirunnar. Ferðabannið sem er í gildi nú tekur fyrir að nær allir ríkisborgarar annarra landa en Bandaríkjanna sem dvalið hafa í tvær vikur í Bretlandi, hinum 26 Schengen ríkjum (þar með talið Íslandi), Írlandi, Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Íran og Brasilíu ferðist til Bandaríkjanna. Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Reuters greinir frá og hefur eftir Jeff Zients, embættismanni sem heldur utan um viðbrögð yfirvalda í Bandaríkjunum við kórónuveirufaraldrinum. Hvíta húsið hefur einnig staðfest tíðindin. Í frétt Reuters segir að Bandaríkin munu opna á ferðir fullbólusettra ríkisborgara Kína, Indlands, Bretlands og fjölda ríkja Evrópu. Fastlega má gera ráð fyrir að Ísland sé þar á meðal. Munu tilslakanirnar taka gildi snemma í nóvember. Zients segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða bóluefni verði tekin gild í Bandaríkjunum, Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna muni ákveða það. Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna og eru ekki bandarískir ríkisborgarar þurfa að sýna fram á bólusetningu áður en ferðast er til landsins, auk neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem ekki er eldri en þriggja daga. Fullbólusettir farþegar þurfa ekki að fara í sóttkví við komuna til Bandaríkjanna. „Nýja kerfið miðast við einstaklinga, fremur en frá hvaða löndum þeir koma og er þar af leiðandi sterkara kerfi,“ hefur fréttaveitan AP eftir Zients. Ferðabann, með ákveðnum undantekningum þó, hefur verið í gildi fyrir ríkisborgara þessara landa og fleiri, frá og með í mars á síðasta ári þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti þrjátíu daga ferðabann í upphafi kórónuveirufaraldursins, svo hefta mætti útbreiðslu veirunnar. Ferðabannið sem er í gildi nú tekur fyrir að nær allir ríkisborgarar annarra landa en Bandaríkjanna sem dvalið hafa í tvær vikur í Bretlandi, hinum 26 Schengen ríkjum (þar með talið Íslandi), Írlandi, Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Íran og Brasilíu ferðist til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira