Enski boltinn

Segir að Pogba gæti snúið aftur til Juventus eftir tímabilið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Umboðsmaður Paul Pogba segir að miðjumaðurinn útiloki ekki endurkomu til Juventus.
Umboðsmaður Paul Pogba segir að miðjumaðurinn útiloki ekki endurkomu til Juventus. EPA-EFE/Aleksandra Szmigiel

Umboðsmaðurinn skrautlegi, Mino Raiola, segir að Paul Pogba gæti snúið aftur til ítalska stórveldisins Juventus þegar að samningur hans við Manchester United rennur út næsta sumar.

Vangaveltur um framtíð þessa 28 ára franska miðjumanns varu enn eina ferðina á sveimi áður en leikmannaglugginn lokaði í sumar, en Raiola segir að Pogba hugsi oft til baka til tíma síns hjá Juventus.

Fyrr í þessari viku bárust þó þær fréttir að Pogba sé hrifin af því liði sem að Ole Gunnar Solskjær er búinn að setja saman hjá United. Hann sé nú opnari fyrir því að framlengja smaningi sínum við enska félagið, þrátt fyrir áhuga frá stjörnuprýddu liði Paris Saint-Germain í sumar.

Raiola fullyrðir þó að það sé enn möguleiki á því að Pogba vilji fara aftur til Juventus, en frakkinn spilaði á sínum tíma 124 leiki fyrir ítalska félagið.

Pogba vann ítölsku deildina föll fjögur árin sín hjá félaginu, ásamt því að vinna ítalska bikarinn og ítalska deildarbikarinn tvisvar.

Hann gekk í raðir Manchester United fyrir metfé árið 2016 og hefur síðan þá leikið 138 deildarleiki fyrir félagið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.