Íslenski boltinn

Helgi Sig kom ÍBV upp en stýrir liðinu ekki í Pepsi Max deildinni næsta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Sigurðsson
Helgi Sigurðsson vísir/bára

Helgi Sigurðsson mun ekki stýra karlaliði ÍBV í Pepsi Max deild karla í fótbolta næsta sumar en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

ÍBV liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi eftir 3-2 sigur á Þrótti úti í Vestmannaeyjum.

Samkvæmt fréttinni á heimasíðu ÍBV þá bað Helgi sjálfur um að hætta með Eyjaliðið.

Helgi stýrði liðinu í tvö tímabil en liðinu tókst ekki að komast upp í fyrra. Eyjamenn bættu úr því í sumar þar sem þeir hafa unnið fjórtán af tuttugu leikjum og eru með 44 stig og 39 mörk í þessum tuttugu leikjum.

Helgi þjálfaði áður Fylki og kom þeim upp í Pepsi deildina sumarið 2017.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.