Íslenski boltinn

Þrír leikir í Pepsi Max deild karla færðir til á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar spila tveimur tímum seinna en þá áttu að gera.
Blikar spila tveimur tímum seinna en þá áttu að gera. Vísir/Hulda Margrét

Leikur toppliðs Blika í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta á sunnudaginn hefur verið færður aftur um rúma tvo tíma.

Knattspyrnusamband Íslands hefur samþykkt að færa til leikina í þessari 21. umferð en spennan er mikil á bæði toppi og botni deildarinnar.

Leikur FH og Breiðabliks er einn af þremur leikjum í deildinni sem voru færðir til í tíma en allir fara þeir áfram fram á sama degi og áður.

Þetta þýðir að Blikar spila á sama tíma og bæði Víkingur og KR sem eru í næstu sætum og mætast á KR-vellinum á sunnudaginn.

Stöð 2 Sport mun verða með báða leikina í beinni útsendingu en úrslitin gætu ráðist þar í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Leik Vals og KA var seinkað um hálftíma til 18.30 og þá var botnslagur ÍA og Fylkis færður frá 16.00 til 14.00 en hann verður sýndur í beinni útsendingu á stod2.is.

Þremur leikjum í Pepsi Max deild karla breytt

Tímasetningum á þremur leikjum í Pepsi Max deild karla, sem allir fara fram sunnudaginn 19. september, hefur verið breytt.

  • FH - Breiðablik
  • Var: Sunnudaginn 19. september kl. 14.00 á Kaplakrikavelli
  • Verður: Sunnudaginn 19. september kl. 16.15 á Kaplakrikavelli
  • ÍA - Fylkir
  • Var: Sunnudaginn 19. september kl. 16.00 á Norðurálsvellinum
  • Verður: Sunnudaginn 19. september kl. 14.00 á Norðurálsvellinum
  • Valur - KA
  • Var: Sunnudaginn 19. september kl. 18.00 á Origo vellinum
  • Verður: Sunnudaginn 19. september kl. 18.30 á Origo vellinumFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.