Enski boltinn

Ensku liðin þurfa ekki að spila á hlutlausum velli í keppnum á vegum UEFA

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mason Greenwood í leik með U-19 ára liði Manchester United gegn U-19 ára liði Young Boys. Liðin mætast í fyrstu umferð Meistaradeildar Evópu í Sviss á morgun.
Mason Greenwood í leik með U-19 ára liði Manchester United gegn U-19 ára liði Young Boys. Liðin mætast í fyrstu umferð Meistaradeildar Evópu í Sviss á morgun. Tom Purslow/Manchester United via Getty Images

Ensku liðin sem taka þátt í Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýstofnaðri Sambandsdeild Evrópu þurfa ekki að spila leiki sína á hlutlausum velli, þrátt fyrir að andstæðingar þeirra komi frá landi á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar.

Ríksstjórnin hefur framlengt undanþágu sinni frá og með morgundeginum og því þurfa lið sem koma til landsins frá löndum á rauðum lista hennar ekki að fara í tíu daga sóttkví við komuna til Englands.

Undanþágan tekur gildi sama dag og fyrsta umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar fer fram, en án hennar hefðu viðureignir enskra liða og liða frá löndum á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar þurft að fara fram á hlutlausum velli, í landi sem er ekki á fyrrnefndum lista.

Nokkur dæmi voru um að lið spiluðu á hlutlausum velli í Evrópukeppnum síðasta tímabils, en það er eitthvað sem bæði félög og forráðamenn UEFA vilja komast hjá.

Þessi framlenging gæti líka komið í veg fyrir að togstreita myndist á milli félagsliða og landsliða, en eins og áður hefur verið greint frá bönnuðu flest lið í ensku úrvalsdeildinni leikmönnum sínum að taka þátt í landsliðsverkefnum í löndum sem eru á margumræddum rauðum lista. Í kjölfarið á því voru nokkrir leikmenn settir í fimm daga keppnisbann að ósk knattspyrnuyfirvalda í sínu heimalandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.