Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2021 17:52 Frá göngum háskólans í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Konum verður gert að hylja sig innan veggja háskólanna á grundvelli nýju reglnanna. AP Photo/Felipe Dana Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vitnar í Abdul Baqi Haqqani, menntamálaráðherra Talibana, sem ráða nú ríkjum í Afganistan. Í valdatíð þeirra á árunum 1996 til 2001 var konum með öllu bannað að ganga í háskóla. Haqqani sagði þá að til stæði að endurskoða hvaða fög eru kennd í afgönskum háskólum. Í síðasta mánuði tóku Talibanar völdin í Afganistan eftir mikla sókn, sem stóð yfir samhliða því að Bandaríkjaher dró úr umsvifum sínum í landinu. Bandaríkin réðust inn í Afganistan árið 2001 en hafa nú dregið sig þaðan út, 20 árum síðar. Nýju reglurnar kveða þá á um að konum í háskólum verði gert að klæðast andlitsslæðum. Stúdentum í Afganistan var fyrir valdatöku Talibana í sjálfsvald sett hvernig þeir voru til fara í skólanum og karlar og konur máttu mennta sig á sömu stofnununum. Tjöld og tækni BBC hefur eftir Haqqani að það verði engum vandkvæðum bundið að fá Afgani til þess að hlíta reglunum. „Það er ekki vandamál að binda endi á þetta blandaða menntafyrirkomulag. Þetta fólk er múslimar og mun samþykkja þetta,“ sagði hann. Með breytingunni verður fyrirkomulagið á þann veg að kennarar eiga almennt að vera af sama kyni og nemendurnir sem þeir kenna. Borið hefur á áhyggjum af því að fyrirkomulagið myndi í reynd útiloka konur frá því að sækja sér háskólamenntun í landinu, sökum skorts á kvenkyns kennurum. Haqqani er þessu ósammála og segir aðrar lausnir í sjónmáli. „Þetta fer allt eftir afkastagetu háskólans. Við getum líka látið karlkyns kennara kenna fyrir aftan tjald, eða stuðst við tækni.“ Afganistan Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vitnar í Abdul Baqi Haqqani, menntamálaráðherra Talibana, sem ráða nú ríkjum í Afganistan. Í valdatíð þeirra á árunum 1996 til 2001 var konum með öllu bannað að ganga í háskóla. Haqqani sagði þá að til stæði að endurskoða hvaða fög eru kennd í afgönskum háskólum. Í síðasta mánuði tóku Talibanar völdin í Afganistan eftir mikla sókn, sem stóð yfir samhliða því að Bandaríkjaher dró úr umsvifum sínum í landinu. Bandaríkin réðust inn í Afganistan árið 2001 en hafa nú dregið sig þaðan út, 20 árum síðar. Nýju reglurnar kveða þá á um að konum í háskólum verði gert að klæðast andlitsslæðum. Stúdentum í Afganistan var fyrir valdatöku Talibana í sjálfsvald sett hvernig þeir voru til fara í skólanum og karlar og konur máttu mennta sig á sömu stofnununum. Tjöld og tækni BBC hefur eftir Haqqani að það verði engum vandkvæðum bundið að fá Afgani til þess að hlíta reglunum. „Það er ekki vandamál að binda endi á þetta blandaða menntafyrirkomulag. Þetta fólk er múslimar og mun samþykkja þetta,“ sagði hann. Með breytingunni verður fyrirkomulagið á þann veg að kennarar eiga almennt að vera af sama kyni og nemendurnir sem þeir kenna. Borið hefur á áhyggjum af því að fyrirkomulagið myndi í reynd útiloka konur frá því að sækja sér háskólamenntun í landinu, sökum skorts á kvenkyns kennurum. Haqqani er þessu ósammála og segir aðrar lausnir í sjónmáli. „Þetta fer allt eftir afkastagetu háskólans. Við getum líka látið karlkyns kennara kenna fyrir aftan tjald, eða stuðst við tækni.“
Afganistan Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira