MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2021 23:31 Dómari í málinu skoðar hluta af vélinni sem settur var saman vegna rannsóknar á því hvað gerðist þegar MH17 var skotin niður. Vitaly Chugin/TASS Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. Réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir hafa verið um að bera ábyrgð á ódæðinu fara nú fram í Amsterdam í Hollandi. Alls létust 298 þegar vélin var skotin niður með eldflaug. Teymi rannsakenda telur víst að uppreisnarmenn sem styðja Rússa hafi skotið eldflauginni. Fjölskyldur þeirra sem létust fá nú tækifæri til þess að bera vitni í réttarhöldunum sem eru meira til sýnis en annað, þar sem fjórmenningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin. Verði þeir fundnir sekir er ólíklegt að þeir verði einhvern tímann framseldir til Hollands til þess að sæta refsingu. Wim van der Graaf er einn þeirra sem borið hefur vitni en hann missti son sinn í árásinni. Hinn þrítugi Laurens van der Graaf, kennari í Amsterdam, var á leið í frí til Balí með kærustu sinni. Athygli vakti að á meðan Wim gaf skýrslu hengdi hann bakpoka á stól fyrir framan sig. Bakpokinn fannst í heilu lagi í braki vélarinnar og var í eigu Laurens. Father of 30-year-old Laurens van der Graaff has brought his son’s rucksack into courtroom. It was found in the wreckage #MH17 pic.twitter.com/w25NCDnQa0— anna holligan 🎙 (@annaholligan) September 10, 2021 „Tíminn líður áfram og hann krefst endalausrar þolinmæði. Við erum enn að bíða eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar,“ sagði van der Graaf en í vitnisburði hann lýsti hann hinum endalausa sársauka sem fylgir því að missa barnið sitt. Sagði hann það naga sig að innan að fá ekki að vita hver það hafi verið sem drap son hans. Réttarhöldin snúast um fjóra menn. Tvo meinta herleyniþjónustumenn Rússa, Sergey Dubinski og Oleg Pulatov. Þá er ofursti í FSB, leyniþjónustu Rússlands, Igor Girkin sakaður um aðild auk Leonid Kharchenko Úkraínumanns með engan bakgrunn í hernaði. Árið 2018 greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. MH17 Holland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir hafa verið um að bera ábyrgð á ódæðinu fara nú fram í Amsterdam í Hollandi. Alls létust 298 þegar vélin var skotin niður með eldflaug. Teymi rannsakenda telur víst að uppreisnarmenn sem styðja Rússa hafi skotið eldflauginni. Fjölskyldur þeirra sem létust fá nú tækifæri til þess að bera vitni í réttarhöldunum sem eru meira til sýnis en annað, þar sem fjórmenningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin. Verði þeir fundnir sekir er ólíklegt að þeir verði einhvern tímann framseldir til Hollands til þess að sæta refsingu. Wim van der Graaf er einn þeirra sem borið hefur vitni en hann missti son sinn í árásinni. Hinn þrítugi Laurens van der Graaf, kennari í Amsterdam, var á leið í frí til Balí með kærustu sinni. Athygli vakti að á meðan Wim gaf skýrslu hengdi hann bakpoka á stól fyrir framan sig. Bakpokinn fannst í heilu lagi í braki vélarinnar og var í eigu Laurens. Father of 30-year-old Laurens van der Graaff has brought his son’s rucksack into courtroom. It was found in the wreckage #MH17 pic.twitter.com/w25NCDnQa0— anna holligan 🎙 (@annaholligan) September 10, 2021 „Tíminn líður áfram og hann krefst endalausrar þolinmæði. Við erum enn að bíða eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar,“ sagði van der Graaf en í vitnisburði hann lýsti hann hinum endalausa sársauka sem fylgir því að missa barnið sitt. Sagði hann það naga sig að innan að fá ekki að vita hver það hafi verið sem drap son hans. Réttarhöldin snúast um fjóra menn. Tvo meinta herleyniþjónustumenn Rússa, Sergey Dubinski og Oleg Pulatov. Þá er ofursti í FSB, leyniþjónustu Rússlands, Igor Girkin sakaður um aðild auk Leonid Kharchenko Úkraínumanns með engan bakgrunn í hernaði. Árið 2018 greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu.
MH17 Holland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57
MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00
Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23