Erlent

Breska strandgæslan fær heimild til að snúa flóttamönnum við

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Um 1.500 flóttamenn hafa farið yfir sundið í vikunni.
Um 1.500 flóttamenn hafa farið yfir sundið í vikunni. epa/Vickie Flores

Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur gefið bresku landamæragæslunni leyfi til að skipa bátum sem flytja flóttafólk yfir Ermarsund að snúa til baka til Frakklands.

Um 1.500 flóttamenn hafa farið yfir sundið í þessari viku og Patel ræddi stöðuna við franska kollega sinn Gérald Darmanin í gær. 

Þau komust ekki að niðurstöðu í málinu og því ákvað Patel að gefa gæslunni heimild til að snúa bátunum við með valdi. Frakkar hafa ekki tjáð sig um þá ákvörðun enn, en búist er við því að henni verði mótmælt. 

Alþjóðleg siglingalög kveða einnig á um að ríkjum sé skylt að bjarga fólki á hafi úti, sé lífi þess ógnað. 

Patel hefur einnig hótað því að hætta að styðja Frakka fjárhagslega en Bretar hafa tekið þátt í kostnaði þeirra við að reyna að koma í veg fyrir að bátar fullir af flóttafólki leggi á Ermarsundið. 

Frakkar segja hinsvegar nær ómögulegt að koma í veg fyrir allar bátsferðirnar, enda sé strandlengjan um 400 kílómetrar. 

Það sem af er þessu ári hafa tæplega þrettán þúsund manns farið ólöglega yfir Ermarsundið í leit að betra lífi í Bretlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.