Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 07:45 Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. Panjshir-dalur er í raun síðasta landsvæðið í Afganistan sem Talibanar stjórna ekki í dag en þeim tókst aldrei að ná þar tökum í stjórnartíð þeirra frá 1996 til 2001. Báðar fylkingar segjast vera að vinna en Talibanar virðast hafa yfirhöndina í átökunum í dalnum, sem er mjög erfiður yfirferðar. Reuters hefur eftir talsmanni Talibana að þeir hafi náð tökum á fjórum af sjö héruðum dalsins. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir sérfræðingum að staða andófsmanna í Panjshir-dalnum sé ekki góð. Forsvarsmenn ítalskra hjálparsamtaka sem reka sjúkrahús í dalnum segja Talibana hafa sótt fram og marga þorpsbúa hafa flúið heimili sín. Andófsmennirnir í Panjshir-dalnum eru leiddir af Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseta Afganistans, og Ahmad Massoud, syni þekkst stríðsherrra sem heitir Ahmad Shah Massoud. Þeir kalla sig National Resistance Front of Afghanistan. Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl.AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Í viðtali við Fox News sem birt var í gær sagði Milley að hann teldi góðar líkur á borgarastyrjöld og óttaðist að hryðjuverkahópar eins og al-Qaeda og ISIS gætu náð sér á strik á nýjan leik á næstu árum. Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði sömuleiðis við mögulegri borgarastyrjöld í Afganistan fyrr í sumar. Það var þó fyrir yfirtöku Talibana sem átti sér stað mun fyrr en ráðamenn vestanhafs óttuðust. Sjá einnig: Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan árið 2001. Var það í kjölfar árásar al-Qaeda á Tvíburaturnana í New York en hryðjuverkasamtökin nutu stuðnings og skjóls Talibana í Afganistan. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Panjshir-dalur er í raun síðasta landsvæðið í Afganistan sem Talibanar stjórna ekki í dag en þeim tókst aldrei að ná þar tökum í stjórnartíð þeirra frá 1996 til 2001. Báðar fylkingar segjast vera að vinna en Talibanar virðast hafa yfirhöndina í átökunum í dalnum, sem er mjög erfiður yfirferðar. Reuters hefur eftir talsmanni Talibana að þeir hafi náð tökum á fjórum af sjö héruðum dalsins. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir sérfræðingum að staða andófsmanna í Panjshir-dalnum sé ekki góð. Forsvarsmenn ítalskra hjálparsamtaka sem reka sjúkrahús í dalnum segja Talibana hafa sótt fram og marga þorpsbúa hafa flúið heimili sín. Andófsmennirnir í Panjshir-dalnum eru leiddir af Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseta Afganistans, og Ahmad Massoud, syni þekkst stríðsherrra sem heitir Ahmad Shah Massoud. Þeir kalla sig National Resistance Front of Afghanistan. Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl.AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Í viðtali við Fox News sem birt var í gær sagði Milley að hann teldi góðar líkur á borgarastyrjöld og óttaðist að hryðjuverkahópar eins og al-Qaeda og ISIS gætu náð sér á strik á nýjan leik á næstu árum. Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði sömuleiðis við mögulegri borgarastyrjöld í Afganistan fyrr í sumar. Það var þó fyrir yfirtöku Talibana sem átti sér stað mun fyrr en ráðamenn vestanhafs óttuðust. Sjá einnig: Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan árið 2001. Var það í kjölfar árásar al-Qaeda á Tvíburaturnana í New York en hryðjuverkasamtökin nutu stuðnings og skjóls Talibana í Afganistan.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira