Íslenski boltinn

Ian Jeffs: Þetta var markmiðið þegar við tókum við

Dagur Lárusson skrifar
Ian Jeffs er til vinstri á myndinni.
Ian Jeffs er til vinstri á myndinni. Mynd/Eyjafréttir.is

Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, var bæði ósáttur og sáttur í leikslok eftir naumt 3-2 tap gegn Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í dag.

ÍBV var 2-0 undir í hálfleik en liðið átti síðan frábæra endurkomu í seinni hálfleiknum áður en Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði síðan sigurmark Þróttara.

,,Við vorum virkilega slakar í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum var þetta allt annað. Kannski var sanngjörn niðurstaða bara jafntefli,” sagði Ian Jeffs, aðspurður hvort að úrslitin hafi verið sanngjörn.

,,Málið er að við gefum alltaf liðum mörk, liðin sem við mætum þurfa eiginlega ekki að gera neitt til þess að skora gegn okkur því við gefum þeim alltaf mörk og þetta hefur verið að hrjá okkur í sumar. Við virðumst gefa mörk úr föstu leikatriði í hverjum einasta leik,” hélt Ian Jeffs áfram.

ÍBV kom til baka í seinni hálfleiknum eftir að hafa verið 2-0 undir og var staðan orðin 2-2 á 70.mínútu. Ian vill meina að hápressan hafi skilað þessari endurkomu.

,,Ég vil hrósa liðinu mínu fyrir þennan hluta í leiknum. Við fórum einfaldlega að pressa þær betur. Það var uppleggið fyrir leikinn að vera með hápressu en við gerðum það ekki vel í fyrri hálfleiknum, en á þessum tíma í leiknum þá gerðum við það vel sem skilaði þessum tveimur mörkum.”

Þrátt fyrir tapið er ÍBV með örugt sæti í efstu deild næsta sumar þar sem Fylkir tapaði í dag. Ian er að sjálfsögðu ánægður með það.

,,Það var markmiðið þegar við tókum við þessu um mitt sumarið, að halda okkur í deildinni. Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur, erum búin að vera án okkar helsta markaskorara, hún er ekkert búin að spila í seinni hlutanum. Þannig það gleður mig mikið að þetta félag verði áfram í efstu deild næsta sumar,” endaði Jeffs á að segja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.