Guðni Þór: Með þennan vilja er hægt að gera allt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2021 16:38 Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, segir að sigur liðsins á Selfossi í dag hafi verið verðskuldaður.. Vísir/Hulda Margrét Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega sáttur með 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum á Jáverk-vellinum í dag. Liðið heldur enn í veika von um að halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, en Guðni segir sigurinn í dag hafa verið verðskuldaðan. „Tilfinningin eftir leik er bara ofboðslega góð og ég er bara virkilega, virkilega stoltur af mínu liði í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. „Við lögðum mikla vinnu í leikinn og stelpurnar skildu allt eftir úti á velli og við lögðum öll spilin á borðið. Þetta var verðskuldaður sigur.“ Önnur úrslit í dag þýða það að Tindastóll þarf að vinna lokaleik tímabilsins og treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á að halda sér í Pepsi Max deildinni á markatölunni einni. Guðni segir að liðið muni berjast fram á síðustu stundu. „Við munum allavega selja okkur dýrt. Við berjumst til síðasta lokaflauts og munum gera okkar besta og sjáum svo hverju það skilar okkur í næsta leik. Við mætum til leiks og gerum okkar besta.“ Seinasti leikur tímabilsins hjá Tindastól er heimaleikur gegn Stjörnunni. Guðni segir að undirbúningurinn fyrir þann leik verði svipaður og fyrir leikinn í dag. „Það er bara sama og í dag. Við þurfum bara að mæta með sömu stemningu og sama hugarfar og í þennan leik. Með þennan vilja er hægt að gera allt.“ Nokkuð var um tafir í seinni hálfleik í leik dagsins og sigurmark Tindastóls kom ekki fyrr en á níundu mínútu uppbótartíma. Fram að því höfðu Selfyssingar þjarmað að gestunum og voru líklegar til að jafna leikinn, en Guðni segist hafa verið nokkuð rólegur. „Við bjuggumst við að Selfyssingar myndu koma dýrvitlausar inn í seinni hálfleikinn. Þær færðu sig framar á völlinn sem þýddi það að það opnaðist pláss á bakvið sem við nýttum okkur frábærlega og Aldís gerði góð mörk hérna í lokin.“ „Við vorum þéttar en Selfossliðið er gott. Þær voru til alls líklegar til að jafna hérna en við náðum að loka vel fyrir sem ég er ánægður með og þetta var verðskuldaður sigur að mínu mati,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Sjá meira
„Tilfinningin eftir leik er bara ofboðslega góð og ég er bara virkilega, virkilega stoltur af mínu liði í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. „Við lögðum mikla vinnu í leikinn og stelpurnar skildu allt eftir úti á velli og við lögðum öll spilin á borðið. Þetta var verðskuldaður sigur.“ Önnur úrslit í dag þýða það að Tindastóll þarf að vinna lokaleik tímabilsins og treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á að halda sér í Pepsi Max deildinni á markatölunni einni. Guðni segir að liðið muni berjast fram á síðustu stundu. „Við munum allavega selja okkur dýrt. Við berjumst til síðasta lokaflauts og munum gera okkar besta og sjáum svo hverju það skilar okkur í næsta leik. Við mætum til leiks og gerum okkar besta.“ Seinasti leikur tímabilsins hjá Tindastól er heimaleikur gegn Stjörnunni. Guðni segir að undirbúningurinn fyrir þann leik verði svipaður og fyrir leikinn í dag. „Það er bara sama og í dag. Við þurfum bara að mæta með sömu stemningu og sama hugarfar og í þennan leik. Með þennan vilja er hægt að gera allt.“ Nokkuð var um tafir í seinni hálfleik í leik dagsins og sigurmark Tindastóls kom ekki fyrr en á níundu mínútu uppbótartíma. Fram að því höfðu Selfyssingar þjarmað að gestunum og voru líklegar til að jafna leikinn, en Guðni segist hafa verið nokkuð rólegur. „Við bjuggumst við að Selfyssingar myndu koma dýrvitlausar inn í seinni hálfleikinn. Þær færðu sig framar á völlinn sem þýddi það að það opnaðist pláss á bakvið sem við nýttum okkur frábærlega og Aldís gerði góð mörk hérna í lokin.“ „Við vorum þéttar en Selfossliðið er gott. Þær voru til alls líklegar til að jafna hérna en við náðum að loka vel fyrir sem ég er ánægður með og þetta var verðskuldaður sigur að mínu mati,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16