Erlent

Án matar frá ferðamönnum fara apar ránshendi um heimili

Samúel Karl Ólason skrifar
Um sex hundruð apar búa á friðarsvæðinu og eru taldir helgir.
Um sex hundruð apar búa á friðarsvæðinu og eru taldir helgir. AP/Firdia Lisnawati

Apar á Balí í Indónesíu herja nú á þorpsbúa og fara ránshendi um heimili í leit að mat. Faraldur Nýju kórónuveirunnar hefur valdið því að engir ferðamenn er á svæðinu sem gefa öpum reglulega mat eins og banana og hnetur og því hafa aparnir þurft að leita á önnur mið.

Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar um nokkurs konar umsátursástand sem ríkir í þorpinu Sangeh. Apar sem búa á verndarsvæði skammt frá þorpinu hafa orðið ágengari í leit þeirra að mat og óttast íbúar að aparnir gætu orðið árásargjarnir.

Því hafa þeir reynt að friða apana með því að færa þeim mat á friðarsvæðið.

Um sex hundruð apar búa á friðarsvæðinu við þorpið í Sangeh apa skóginum og við hið fræga Pura Bukit Sari hof. Aparnir eru taldir helgir. Við venjulegar kringumstæður eru fjölmargir ferðamenn á svæðinu sem gefa öpunum reglulega góðgæti og í staðinn eru aparnir laðaðir í myndatökur.

Starfsmaður hofsins gefur öpum mat.AP/Firdia Lisnawati

Í frétt AP segir að sex þúsund ferðamenn hafi heimsótt friðarsvæðið á mánuði fyrir faraldurinn. Nú séu ferðamennirnir um fimm hundruð á mánuði.

Þessi fækkun valdi því að aparnir fái minni mat frá ferðamönnum og að hofið eigi minni peninga til að kaupa mat fyrir þá. Það sama á við íbúa þorpsins en fækkun ferðamanna hefur einnig komið niður á þeim og þau eiga minna og minna fyrir mat handa öpunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.