Ronaldo þakklátur Cavani fyrir númerið Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2021 15:00 Cristiano Ronaldo er ekki alltaf til í að vera í treyjunni sinni þegar hann spilar fótbolta. Hann fékk gult spjald fyrir að fara úr henni þegar hann fagnaði sigurmarkinu gegn Írum. EPA-EFE/ANTONIO COTRIM Cristiano Ronaldo fékk það í gegn að hann myndi klæðast treyju númer sjö, líkt og hann er vanur, eftir endurkomuna til Manchester United. Hann kveðst þakklátur Edinson Cavani fyrir að hafa verið til í að skipta um númer. Ronaldo gekk í raðir United á nýjan leik frá Juventus á dögunum og skrifaði undir samning til tveggja ára, með möguleika á viðbótarári. Þessi 36 ára gamli Portúgali gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United frá árinu 2009 þegar liðið mætir Newcastle eftir rúma viku. Til að Ronaldo gæti fengið „sjöuna“, sem margar af helstu goðsögnum United hafa klæðst, varð enska úrvalsdeildin að samþykkja í fyrsta sinn að leikmaður breytti um númer eftir upphaf keppnistímabils. Cavani varð einnig að samþykkja að gefa eftir sjöuna en hann fékk í staðinn númerið 21, sem einmitt hefur verið hans aðalnúmer í gegnum tíðina. Daniel James var áður númer 21 en var seldur til Leeds. Þar með gekk allt upp fyrir Ronaldo sem hefur byggt upp vörumerkið CR7 á sínum langa og farsæla ferli. „Ég var ekki viss um að það myndi ganga upp að ég fengi að vera aftur í treyju númer sjö. Þess vegna vil ég þakka Edi [Cavani] fyrir þessa ótrúlegu hjálpsemi,“ sagði Ronaldo. Ronaldo, sem nú á metið sem markahæsti landsliðsmaður heims frá upphafi með 111 mörk, sneri fyrr en ella til Manchester úr verkefni sínu með portúgalska landsliðinu. Hann fékk gult spjald fyrir að fara úr treyjunni þegar hann fagnaði sigurmarki sínu gegn Írlandi og var þar með kominn í bann fyrir útileik Portúgals gegn Aserbaísjan, í undankeppni HM. Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum. 3. september 2021 07:01 Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista. 1. september 2021 22:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Ronaldo gekk í raðir United á nýjan leik frá Juventus á dögunum og skrifaði undir samning til tveggja ára, með möguleika á viðbótarári. Þessi 36 ára gamli Portúgali gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United frá árinu 2009 þegar liðið mætir Newcastle eftir rúma viku. Til að Ronaldo gæti fengið „sjöuna“, sem margar af helstu goðsögnum United hafa klæðst, varð enska úrvalsdeildin að samþykkja í fyrsta sinn að leikmaður breytti um númer eftir upphaf keppnistímabils. Cavani varð einnig að samþykkja að gefa eftir sjöuna en hann fékk í staðinn númerið 21, sem einmitt hefur verið hans aðalnúmer í gegnum tíðina. Daniel James var áður númer 21 en var seldur til Leeds. Þar með gekk allt upp fyrir Ronaldo sem hefur byggt upp vörumerkið CR7 á sínum langa og farsæla ferli. „Ég var ekki viss um að það myndi ganga upp að ég fengi að vera aftur í treyju númer sjö. Þess vegna vil ég þakka Edi [Cavani] fyrir þessa ótrúlegu hjálpsemi,“ sagði Ronaldo. Ronaldo, sem nú á metið sem markahæsti landsliðsmaður heims frá upphafi með 111 mörk, sneri fyrr en ella til Manchester úr verkefni sínu með portúgalska landsliðinu. Hann fékk gult spjald fyrir að fara úr treyjunni þegar hann fagnaði sigurmarki sínu gegn Írlandi og var þar með kominn í bann fyrir útileik Portúgals gegn Aserbaísjan, í undankeppni HM.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum. 3. september 2021 07:01 Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista. 1. september 2021 22:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum. 3. september 2021 07:01
Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista. 1. september 2021 22:00
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti