Erlent

Minnst tuttugu og tveir látnir í New York og New Jersey

Samúel Karl Ólason skrifar
Leyfa Ídu hafa valdið mikilli rigningu á austurströnd Bandaríkjanna.
Leyfa Ídu hafa valdið mikilli rigningu á austurströnd Bandaríkjanna. AP/Craig Ruttle

Minnst 22 eru látnir vegna gífurlegrar rigningar sem gengið hefur yfir New York og New Jersey á austurströnd Bandaríkjanna. Meðal hinna látnu er tveggja ára drengur.

Fimm fundust látnir í einu húsi í New Jersey í dag. Embættismenn í Fíladelfíu segja fólk hafa dáið en hafa ekki sagt hve marga sé um að ræða.

Leyfar fellibyljarins Ídu hafa valdið þessari miklu rigningu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir víða um austurströndina. Í New York, New Jersey og Pennsylvaníu eru rúmlega tvö hundruð þúsund heimili án rafmagns og er vitað til þess að fólk hafi setið fast í bílum sínum frá því í gærkvöldi.

Í Central Park í New York mældust 8,91 sentímetrar af rigningu á einni klukkustund í gær. Það er samkvæmt AP fréttaveitunni mesta rigning sem mælst hefur þar. Gamla metið var 4,92 sentímetrar og mældist þann 21. ágúst.

Mörg hinna látnu eru sögð hafa druknað í kjöllurum sem flæddu, samkvæmt frétt New York Times. Í New York eru hinir látnu sagðir á aldrinum tveggja ára til 86 ára.

Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.