Íslenski boltinn

Myndasyrpa: Æft í skugga atburða síðustu daga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikið mæðir á Arnari Þór Viðarssyni, þjálfara landsliðsins.
Mikið mæðir á Arnari Þór Viðarssyni, þjálfara landsliðsins. vísir/vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022.

Gustað hefur um landsliðið undanfarna daga vegna umræðu um ofbeldismál leikmanna þess og getuleysi KSÍ til að taka á þeim. Guðni Bergsson og stjórn KSÍ eru hætt og tvær breytingar voru gerðar á landsliðshópnum. 

Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í hópnum tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson.

Landsliðið undirbýr sig nú fyrir leiki gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM og önnur æfing þess fyrir leikina fór fram á Laugardalsvelli í hádeginu. Hér fyrir neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, af æfingunni.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson situr fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur beint á Vísi.

Andri Lucas Guðjohnsen er annar tveggja nýliða í landsliðinu.vísir/vilhelm
íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfir fyrir leik gegn Rúmenum á Laugardalsvelli.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson
Gamla og nýja kynslóðin, Patrik Sigurður Gunnarsson og Kári Árnason.vísir/vilhelm
Skagamaðurinn ungi, Ísak Bergmann Jóhannesson.vísir/vilhelm
Eitthvað hefur fangað athygli landsliðsmannannna.vísir/vilhelm
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins.vísir/vilhelm
Selfyssingarnir Viðar Örn Kjartansson og Guðmundur Þórarinsson.vísir/vilhelm
Ari Freyr Skúlason gæti leikið sinn áttugasta landsleik á fimmtudaginn.vísir/vilhelmFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.