Enski boltinn

Heilinn bak­við inn­kaup og sölur Liver­pool á leið frá fé­laginu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Michael Edwards ásamt Jurgen Klopp og Mike Gordon.
Michael Edwards ásamt Jurgen Klopp og Mike Gordon. Liverpool FC/Getty Images

Michael Edwards er einn af þessum mönnum sem hefur veruleg áhrif en er í raun aldrei í sviðsljósinu. Edwards hefur spilað stóra rullu í árangri Liverpool undanfarin misseri en er nú á leið frá félaginu.

Vísir fjallaði um Edwards sumarið 2020 en þá vissi nánast enginn hver hann var. Hann hefur aðeins komið út úr skugganum síðan þá enda erfitt að vera eingöngu á bakvið tjöldin þegar þú spilar stóra rullu hjá félagi á borð við Liverpool.

Edwards spilaði til að mynda stórt hlutverk í ákvörðun Liverpool að ráða Jürgen Klopp sem þjálfara á sínum tíma. Einnig á hann stóran þátt í því að félagið festi kaup á leikmönnum á borð við Mohamed Salah, Roberto Firmino, Sadio Mané, Alisson og Virgil van Dijk.

Þá er hann einnig maðurinn bakvið sölu Philippe Coutinho til Barcelona og ástæða þess að Bournemouth eyddi tugum milljónum punda í Jordan Ibe, Brad Smith og Dominic Solanke.

Samningur Edwards rennur út næsta sumar og ku hann hafa sagt forráðamönnum félagsins að hann ætli sér ekki að endurnýja samning sinn. Viðræður eru þó enn í gangi en eftir tíu ár hjá félaginu virðist sem Edwards ætli að láta þetta gott heita.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.