„Ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2021 21:55 Fylkiskonur eru í strembinni stöðu fyrir síðustu tvær umferðirnar í deildinni. Vísir/Daníel Margrét Magnúsdóttir, einn þjálfara Fylkis, segist svekkt að liðinu hafi ekki tekist að ná í þrjú stig er það gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við Þrótt Reykjavík í kvöld. Hún segist þó nokkuð sátt með spilamennskuna. „Við erum bara nokkuð sáttar með þennan leik. Mér fannst hugarfarið og ákefðin í liðinu til fyrirmyndar og það er það sem við lögðum upp með fyrir leik, að mæta þessu liði af krafti. Og mér fannst við gera það alveg frá fyrstu mínútu. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti og gefum ekkert eftir. Við erum eiginlega bara svekktar að hafa ekki tekið þrjú stig í kvöld.“ sagði Margrét eftir leik og bætti við: „Vissulega hefði verið betra að vera yfir í hálfleik. En staðan var svona og við ákváðum að hrista okkur vel saman og koma grimmar inn í seinni hálfleikinn og mér fannst við gera það.“ Eitt stig gerði lítið fyrir Fylki í kvöld þar sem Keflavík vann 1-0 sigur á botnliði Tindastóls. Fylkir er í fallsæti, þremur stigum á eftir Keflavík eftir úrslit kvöldsins. Þá er Keflavík með töluvert betri markatölu. Margrét segir Fylkiskonur þó hvergi bangnar. „Við erum ekki hættar. Við eigum tvo leiki eftir og við munum gefa allt í það sem eftir er. Það er ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug. Það er bara áfram með þetta. Einn leikur í einu. Þetta er vissulega erfið staða sem við erum komnar í, það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Við munum mæta í þá leiki sem eftir eru af fullum krafti og gjörsamlega gefa allt í þetta.“ segir Margrét. Mikil umræða hefur þá verið um framhaldið hjá liðinu en tvennum sögum hefur farið um það hvort Kjartan Stefánsson verði áfram þjálfari liðsins. „Það er í rauninni bara staðan í dag að Kjartan hætti fyrr í sumar. Staðan er þannig að við munum koma vel mannaðar á næsta mót. Við ætlum að gera eins vel og við getum í að finna öflugan þjálfara. Okkar fókus er núna á að klára þessa deild almennilega og spila þessa deild á næsta tímabili. Framhaldið verður að koma í ljós.“ segir Margrét. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
„Við erum bara nokkuð sáttar með þennan leik. Mér fannst hugarfarið og ákefðin í liðinu til fyrirmyndar og það er það sem við lögðum upp með fyrir leik, að mæta þessu liði af krafti. Og mér fannst við gera það alveg frá fyrstu mínútu. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti og gefum ekkert eftir. Við erum eiginlega bara svekktar að hafa ekki tekið þrjú stig í kvöld.“ sagði Margrét eftir leik og bætti við: „Vissulega hefði verið betra að vera yfir í hálfleik. En staðan var svona og við ákváðum að hrista okkur vel saman og koma grimmar inn í seinni hálfleikinn og mér fannst við gera það.“ Eitt stig gerði lítið fyrir Fylki í kvöld þar sem Keflavík vann 1-0 sigur á botnliði Tindastóls. Fylkir er í fallsæti, þremur stigum á eftir Keflavík eftir úrslit kvöldsins. Þá er Keflavík með töluvert betri markatölu. Margrét segir Fylkiskonur þó hvergi bangnar. „Við erum ekki hættar. Við eigum tvo leiki eftir og við munum gefa allt í það sem eftir er. Það er ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug. Það er bara áfram með þetta. Einn leikur í einu. Þetta er vissulega erfið staða sem við erum komnar í, það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Við munum mæta í þá leiki sem eftir eru af fullum krafti og gjörsamlega gefa allt í þetta.“ segir Margrét. Mikil umræða hefur þá verið um framhaldið hjá liðinu en tvennum sögum hefur farið um það hvort Kjartan Stefánsson verði áfram þjálfari liðsins. „Það er í rauninni bara staðan í dag að Kjartan hætti fyrr í sumar. Staðan er þannig að við munum koma vel mannaðar á næsta mót. Við ætlum að gera eins vel og við getum í að finna öflugan þjálfara. Okkar fókus er núna á að klára þessa deild almennilega og spila þessa deild á næsta tímabili. Framhaldið verður að koma í ljós.“ segir Margrét.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira