Íslenski boltinn

Atli Sveinn og Ólafur látnir fara í Árbænum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ólafur Ingi Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson munu ekki þjálfa lið Fylkis aftur í sumar.
Ólafur Ingi Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson munu ekki þjálfa lið Fylkis aftur í sumar. VÍSIR/VILHELM

Fylkir hefur sagt upp þeim Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni úr stöðu þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Fylkismenn féllu niður fallsæti í Pepsi Max-deildinni í gær.

Fylkir tapaði 7-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli sínum í Árbæ í gærkvöld og fóru við það niður í 11. sæti deildarinnar, fallsæti, í fyrsta sinn í sumar. Fylkismenn hafa spilað sjö leiki í röð án sigurs og ekki unnið síðan 13. júlí þegar KA vannst 2-1 í Lautinni í Árbæ.

7-0 tap gærkvöldsins virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og leita Árbæingar nú nýs þjálfara á meðan landsleikjahlé er í deildinni.

Nýr þjálfari hefur þrjá leiki til að bjarga liðinu frá falli en Fylkir er stigi frá öruggu sæti.

Fylkir mætir KA, síðasta liði sem þeir unnu í deildinni, í næsta leik sínum þann 11. september á Akureyri. Liðið heimsækir botnlið ÍA á Akranes 19. september en síðasti leikur liðsins í deildinni er á heimavelli gegn Íslandsmeisturum Vals.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.