Erlent

Flugu í auga Ídu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd úr auga Idu.
Mynd úr auga Idu. Facebook/Hurricane Hunters

Veðurstofa Bandaríkjanna birti í gær myndband úr auga fellibyljarins Ídu. Flugmenn Veðurstofunnar og flughers Bandaríkjanna höfðu þá flogið í miðju fellibyljarins til að mæla styrk hans og annað.

Samkvæmt héraðsmiðlinum Wlox var fyrst flogið í gegnum Ídu á fimmtudaginn. Sú ferð skilaði þeim niðurstöðum að Ída hefði náð styrk fellibyls.

Í gær voru svo farnar tvær ferðir í auga Ídu, þegar fellibylurinn náði landi í Louisiana.

Hér að neðan má sjá myndbönd og myndir sem teknar voru í þeim ferðum.

Ída var fjórða stigs fellibylur þegar hún gekk á land. Enn sem komið er hafa litlar upplýsingar borist um tjón vegna fellibyljarins en New Orleans missti rafmagn í nótt. Þá hafa íbúar verið varaðir við flóðum og er björgunarstarf að hefjast.

Ída hefur þegar misst mikinn kraft og er búist við því að sú þróun muni halda áfram. Ída er nú yfir Mississippi og fylgir mikil rigning óveðrinu.


Tengdar fréttir

Íbúar New Orleans án rafmagns

Íbúar borgarinnar New Orleans í Bandaríkjunum eru án rafmagns, eftir að fellibylurinn Ída gekk yfir Louisiana. Vindhraðinn Ídu var allt að 240 km/klst þegar fellibylurinn gekk á land og þeim sem ekki flúðu áður hefur verið ráðlagt að halda kyrru fyrir.

Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt

Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur.

Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana

Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.