Enski boltinn

Skotinn á leið undir hnífinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Scott McTominay fór undir hnífinn vegna nárameiðsla.
Scott McTominay fór undir hnífinn vegna nárameiðsla. EPA-EFE/Justin Tallis

Scott McTominay, miðjumaður Manchester United og skoska landsliðsins, þarf að fara í aðgerð til að fá meina sinna bót.

Scott McTominay var frábær í 5-1 sigri Man United á Leeds United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var óvænt á bekknum í 1-1 jafnteflinu gegn Southampton. 

Spurður út í það fyrir leik sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, að McTominay hefði verið að glíma við meiðsli á nára og væri tæpur.

Í dag greindi félagið frá því að McTominay væri á leið undir hnífinn þar sem meiðslin væru ekki á undanhaldi.

„Scott hefur farið í aðgerð vegna þrálátra meiðsla á nára sem hafa leitt til mikils sársauka. Hafandi reynt alla aðra möguleika á undirbúningstímabilinu var aðgerð eini kosturinn í stöðunni. Við vonum að hann snúi aftur sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu Man United.

Ekki kemur fram hversu lengi McTominay verður frá en hann missir af leik liðsins gegn Wolves áður en hlé er gert á ensku úrvalsdeildinni vegna landsleikja. Man Utd leikur svo fimm leiki í september og óvíst er hvort Skotinn verði orðinn leikfær þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×