Erlent

Nýi ríkisstjórinn leiðréttir tölu látinna í faraldrinum

Kjartan Kjartansson skrifar
Eitt fyrsta verk Kathy Hochul í embætti ríkisstjóra var að uppfæra tölu látinna í kórónuveirufaraldrinum. Forveri hennar í embætti reyndi að fegra myndina með því að hagræða tölunum sem hann birti opinberlega.
Eitt fyrsta verk Kathy Hochul í embætti ríkisstjóra var að uppfæra tölu látinna í kórónuveirufaraldrinum. Forveri hennar í embætti reyndi að fegra myndina með því að hagræða tölunum sem hann birti opinberlega. AP/Hans Pennink

Raunverulegur fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum í New York-ríki er um tólf þúsund manns hærri en opinberar tölur sögðu til um. Nýr ríkisstjóri greindi frá þessu eftir að hann tók við embættinu.

Ríkisstjóraskipti urðu í New York í gær. Þá tók Kathy Hochul við embættinu af Andrew Cuomo sem sagði af sér í skugga ásakana um að hann hefði áreitt fjölda kvenna kynferðislega.

Þegar New York-ríki birti nýjar tölur um kórónuveirufaraldurinn í gærkvöldi var fjöldi látinna mun hærri en síðustu tölunum sem birtar voru í tíð Cuomo. Á mánudag voru dauðsföll frá upphafi faraldursins talin 43.400 en í gær voru þau orðin 55.400.

Cuomo var sakaður um að leyna dauðsföllum sem urðu þegar veiran barst inn á hjúkrunarheimili í ríkinu. Alríkissaksóknarar rannsaka nú hvernig stjórn Cuomo fór með tölurnar, að sögn AP-fréttastofunnar.

Hochul, sem er fyrsta konan til að gegna embætti ríkisstjóra, sagði gegnsæi í tölunum nauðsynlegt.

„Það var margt sem var ekki að gerast og ég ætla að láta það gerast. Gegnsæi verður einkenni stjórnar minnar,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.