Sjáðu glæsimark Gísla og þrennu Jónatans Inga í Keflavík Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 10:44 Gísli fagnar marki sínu í gær. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir voru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær þar sem þónokkur lagleg mörk litu dagsins ljós. Gísli Eyjólfsson skoraði meðal annars glæsimark í 2-0 sigri Breiðabliks á KA. Breiðablik vann 2-0 sigur á KA í gærkvöld en sigurinn er þeim gríðarmikilvægur. Blikar eru nú aðeins einu stigi frá toppliði Vals í töflunni en KA-menn eru í fjórða sæti, fjórum stigum frá Breiðabliki. Gísli Eyjólfsson skoraði fyrra mark leiksins þar sem hann þrumaði boltanum í slá og inn eftir hörkusprett inn á teig KA-manna á 19. mínútu. Blikar fengu fjölmörg tækifæri til að bæta við en það var ekki fyrr en á 73. mínútu sem Viktor Karl Einarsson innsiglaði 2-0 sigur þeirra. Klippa: Mörk Breiðablik 2-0 KA Í Keflavík vann FH öruggan 5-0 sigur á Keflvíkingum. Baldur Logi Guðlaugsson skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu Jónatans Inga Jónssonar. Jónatan skoraði svo þrennu í síðari hálfleiknum og lagði upp mark fyrir Oliver Heiðarsson að auki. Eftir sigurinn er FH með 25 stig í sjötta sæti en Keflavík er með 17 stig í áttunda sæti, fjórum stigum frá fallsæti. Mörkin úr sigri Breiðabliks má sjá að ofan en úr stórsigri FH-inga hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og FH 21. ágúst Einn leikur er á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í dag. Víkingur fær Val í heimsókn klukkan 19:15 í leik sem mun líkast til hafa mikið að segja í toppbaráttunni. Valur er með 36 stig á toppnum en Víkingur með 33 stig í þriðja sæti. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA FH Keflavík ÍF Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Breiðablik vann 2-0 sigur á KA í gærkvöld en sigurinn er þeim gríðarmikilvægur. Blikar eru nú aðeins einu stigi frá toppliði Vals í töflunni en KA-menn eru í fjórða sæti, fjórum stigum frá Breiðabliki. Gísli Eyjólfsson skoraði fyrra mark leiksins þar sem hann þrumaði boltanum í slá og inn eftir hörkusprett inn á teig KA-manna á 19. mínútu. Blikar fengu fjölmörg tækifæri til að bæta við en það var ekki fyrr en á 73. mínútu sem Viktor Karl Einarsson innsiglaði 2-0 sigur þeirra. Klippa: Mörk Breiðablik 2-0 KA Í Keflavík vann FH öruggan 5-0 sigur á Keflvíkingum. Baldur Logi Guðlaugsson skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu Jónatans Inga Jónssonar. Jónatan skoraði svo þrennu í síðari hálfleiknum og lagði upp mark fyrir Oliver Heiðarsson að auki. Eftir sigurinn er FH með 25 stig í sjötta sæti en Keflavík er með 17 stig í áttunda sæti, fjórum stigum frá fallsæti. Mörkin úr sigri Breiðabliks má sjá að ofan en úr stórsigri FH-inga hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og FH 21. ágúst Einn leikur er á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í dag. Víkingur fær Val í heimsókn klukkan 19:15 í leik sem mun líkast til hafa mikið að segja í toppbaráttunni. Valur er með 36 stig á toppnum en Víkingur með 33 stig í þriðja sæti. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA FH Keflavík ÍF Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki