Ringulreið við flugvöllinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2021 08:55 Fjölmargir Afganar biðu nærri Hamid Karzai alþjóðaflugvellinum í gær. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið. Sky News hefur eftir erindreka Atlantshafsbandalagsins að minnst tuttugu hafi látist á og við flugvöllinn síðustu sjö daga. Í yfirlýsingu sem breska varnarmálaráðuneytið birti í morgun segir að aðstæður á svæðinu séu enn gífurlega erfiðar og reynt sé að hafa hemil á ástandinu. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar. Liðsmenn breska og bandaríska hersins eru með mikla viðveru á flugvellinum og vinna meðal annars að því að koma íbúum úr landi.Breska varnarmálaráðuneytið Troðningur í 34 stiga hita Á laugardag reyndu breskir og aðrir vestrænir hermenn í fullum herklæðum að hafa stjórn á mannfjöldanum. Sáust þeir meðal annars bera fölleitt fólk út úr mannþrönginni og sprauta vatni á mannþyrpinguna sem barðist við að koma sér inn á flugvöllinn í 34 stiga hita. Þá fékk fólk vatnsflöskur sem það notaði til að hella yfir sig, af því er fram kemur í frétt AP. Nokkuð hefur verið um troðning og meiðsli nálægt flugvellinum seinustu daga, einkum þegar liðsmenn Talibana hafa skotið úr byssum sínum upp í loftið til að reyna að fæla örvæntingarfullt fólk frá því að reyna að flýja landið. Áður hefur verið greint frá því að Afganar hafi látið lífið þegar þeir féllu af vöruflutningaflugvél bandaríska hersins við flugtak. Erfitt hefur reynst að henda reiður á umfang þeirra dauðsfalla og meiðsla sem hafa átt sér stað í ringulreiðinni við flugvöllinn. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum dánartölum. Afganistan Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Sky News hefur eftir erindreka Atlantshafsbandalagsins að minnst tuttugu hafi látist á og við flugvöllinn síðustu sjö daga. Í yfirlýsingu sem breska varnarmálaráðuneytið birti í morgun segir að aðstæður á svæðinu séu enn gífurlega erfiðar og reynt sé að hafa hemil á ástandinu. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar. Liðsmenn breska og bandaríska hersins eru með mikla viðveru á flugvellinum og vinna meðal annars að því að koma íbúum úr landi.Breska varnarmálaráðuneytið Troðningur í 34 stiga hita Á laugardag reyndu breskir og aðrir vestrænir hermenn í fullum herklæðum að hafa stjórn á mannfjöldanum. Sáust þeir meðal annars bera fölleitt fólk út úr mannþrönginni og sprauta vatni á mannþyrpinguna sem barðist við að koma sér inn á flugvöllinn í 34 stiga hita. Þá fékk fólk vatnsflöskur sem það notaði til að hella yfir sig, af því er fram kemur í frétt AP. Nokkuð hefur verið um troðning og meiðsli nálægt flugvellinum seinustu daga, einkum þegar liðsmenn Talibana hafa skotið úr byssum sínum upp í loftið til að reyna að fæla örvæntingarfullt fólk frá því að reyna að flýja landið. Áður hefur verið greint frá því að Afganar hafi látið lífið þegar þeir féllu af vöruflutningaflugvél bandaríska hersins við flugtak. Erfitt hefur reynst að henda reiður á umfang þeirra dauðsfalla og meiðsla sem hafa átt sér stað í ringulreiðinni við flugvöllinn. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum dánartölum.
Afganistan Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00
Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30
Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32