Ringulreið við flugvöllinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2021 08:55 Fjölmargir Afganar biðu nærri Hamid Karzai alþjóðaflugvellinum í gær. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið. Sky News hefur eftir erindreka Atlantshafsbandalagsins að minnst tuttugu hafi látist á og við flugvöllinn síðustu sjö daga. Í yfirlýsingu sem breska varnarmálaráðuneytið birti í morgun segir að aðstæður á svæðinu séu enn gífurlega erfiðar og reynt sé að hafa hemil á ástandinu. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar. Liðsmenn breska og bandaríska hersins eru með mikla viðveru á flugvellinum og vinna meðal annars að því að koma íbúum úr landi.Breska varnarmálaráðuneytið Troðningur í 34 stiga hita Á laugardag reyndu breskir og aðrir vestrænir hermenn í fullum herklæðum að hafa stjórn á mannfjöldanum. Sáust þeir meðal annars bera fölleitt fólk út úr mannþrönginni og sprauta vatni á mannþyrpinguna sem barðist við að koma sér inn á flugvöllinn í 34 stiga hita. Þá fékk fólk vatnsflöskur sem það notaði til að hella yfir sig, af því er fram kemur í frétt AP. Nokkuð hefur verið um troðning og meiðsli nálægt flugvellinum seinustu daga, einkum þegar liðsmenn Talibana hafa skotið úr byssum sínum upp í loftið til að reyna að fæla örvæntingarfullt fólk frá því að reyna að flýja landið. Áður hefur verið greint frá því að Afganar hafi látið lífið þegar þeir féllu af vöruflutningaflugvél bandaríska hersins við flugtak. Erfitt hefur reynst að henda reiður á umfang þeirra dauðsfalla og meiðsla sem hafa átt sér stað í ringulreiðinni við flugvöllinn. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum dánartölum. Afganistan Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Sky News hefur eftir erindreka Atlantshafsbandalagsins að minnst tuttugu hafi látist á og við flugvöllinn síðustu sjö daga. Í yfirlýsingu sem breska varnarmálaráðuneytið birti í morgun segir að aðstæður á svæðinu séu enn gífurlega erfiðar og reynt sé að hafa hemil á ástandinu. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar. Liðsmenn breska og bandaríska hersins eru með mikla viðveru á flugvellinum og vinna meðal annars að því að koma íbúum úr landi.Breska varnarmálaráðuneytið Troðningur í 34 stiga hita Á laugardag reyndu breskir og aðrir vestrænir hermenn í fullum herklæðum að hafa stjórn á mannfjöldanum. Sáust þeir meðal annars bera fölleitt fólk út úr mannþrönginni og sprauta vatni á mannþyrpinguna sem barðist við að koma sér inn á flugvöllinn í 34 stiga hita. Þá fékk fólk vatnsflöskur sem það notaði til að hella yfir sig, af því er fram kemur í frétt AP. Nokkuð hefur verið um troðning og meiðsli nálægt flugvellinum seinustu daga, einkum þegar liðsmenn Talibana hafa skotið úr byssum sínum upp í loftið til að reyna að fæla örvæntingarfullt fólk frá því að reyna að flýja landið. Áður hefur verið greint frá því að Afganar hafi látið lífið þegar þeir féllu af vöruflutningaflugvél bandaríska hersins við flugtak. Erfitt hefur reynst að henda reiður á umfang þeirra dauðsfalla og meiðsla sem hafa átt sér stað í ringulreiðinni við flugvöllinn. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum dánartölum.
Afganistan Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00
Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30
Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32