Ringulreið við flugvöllinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2021 08:55 Fjölmargir Afganar biðu nærri Hamid Karzai alþjóðaflugvellinum í gær. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið. Sky News hefur eftir erindreka Atlantshafsbandalagsins að minnst tuttugu hafi látist á og við flugvöllinn síðustu sjö daga. Í yfirlýsingu sem breska varnarmálaráðuneytið birti í morgun segir að aðstæður á svæðinu séu enn gífurlega erfiðar og reynt sé að hafa hemil á ástandinu. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar. Liðsmenn breska og bandaríska hersins eru með mikla viðveru á flugvellinum og vinna meðal annars að því að koma íbúum úr landi.Breska varnarmálaráðuneytið Troðningur í 34 stiga hita Á laugardag reyndu breskir og aðrir vestrænir hermenn í fullum herklæðum að hafa stjórn á mannfjöldanum. Sáust þeir meðal annars bera fölleitt fólk út úr mannþrönginni og sprauta vatni á mannþyrpinguna sem barðist við að koma sér inn á flugvöllinn í 34 stiga hita. Þá fékk fólk vatnsflöskur sem það notaði til að hella yfir sig, af því er fram kemur í frétt AP. Nokkuð hefur verið um troðning og meiðsli nálægt flugvellinum seinustu daga, einkum þegar liðsmenn Talibana hafa skotið úr byssum sínum upp í loftið til að reyna að fæla örvæntingarfullt fólk frá því að reyna að flýja landið. Áður hefur verið greint frá því að Afganar hafi látið lífið þegar þeir féllu af vöruflutningaflugvél bandaríska hersins við flugtak. Erfitt hefur reynst að henda reiður á umfang þeirra dauðsfalla og meiðsla sem hafa átt sér stað í ringulreiðinni við flugvöllinn. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum dánartölum. Afganistan Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Sky News hefur eftir erindreka Atlantshafsbandalagsins að minnst tuttugu hafi látist á og við flugvöllinn síðustu sjö daga. Í yfirlýsingu sem breska varnarmálaráðuneytið birti í morgun segir að aðstæður á svæðinu séu enn gífurlega erfiðar og reynt sé að hafa hemil á ástandinu. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar. Liðsmenn breska og bandaríska hersins eru með mikla viðveru á flugvellinum og vinna meðal annars að því að koma íbúum úr landi.Breska varnarmálaráðuneytið Troðningur í 34 stiga hita Á laugardag reyndu breskir og aðrir vestrænir hermenn í fullum herklæðum að hafa stjórn á mannfjöldanum. Sáust þeir meðal annars bera fölleitt fólk út úr mannþrönginni og sprauta vatni á mannþyrpinguna sem barðist við að koma sér inn á flugvöllinn í 34 stiga hita. Þá fékk fólk vatnsflöskur sem það notaði til að hella yfir sig, af því er fram kemur í frétt AP. Nokkuð hefur verið um troðning og meiðsli nálægt flugvellinum seinustu daga, einkum þegar liðsmenn Talibana hafa skotið úr byssum sínum upp í loftið til að reyna að fæla örvæntingarfullt fólk frá því að reyna að flýja landið. Áður hefur verið greint frá því að Afganar hafi látið lífið þegar þeir féllu af vöruflutningaflugvél bandaríska hersins við flugtak. Erfitt hefur reynst að henda reiður á umfang þeirra dauðsfalla og meiðsla sem hafa átt sér stað í ringulreiðinni við flugvöllinn. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum dánartölum.
Afganistan Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00
Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30
Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32