Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 12:32 Afganar hafa barist um að komast yfir girðingarnar sem umlykja alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Sumir hafa gripið á það ráð að múta Talibönum. Getty/STR Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. Enn ríkir mikil ringulreið á flugvellinum í Kabúl sem Talibanar kenna Bandaríkjamönnum um. Leiðtogi Talíbana er mættur til Kabúl til stjórnarmyndunarviðræðna. Þúsundir ef ekki milljónir Afgana hafa flúið heimili sín og haldið til Kabúl undanfarna daga í von um að komast um borð í flugvél á alþjóðaflugvellinum í borginni og flýja landið. Vegna þessa hafa Talibanar staðið vörð við flugvöllinn til að koma í veg fyrir að fólk komist inn fyrir girðingarnar. „Talibanar hafa verið dálítið harðir við flugvöllinn,“ segir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl. „Það eru allir alveg rosalega hræddir, Talibanar eru að fara hús úr húsi í sumum hverfum.“ Árni er sjálfur staddur í Madríd og vinnur nú að því að hjálpa nemendum sínum að flýja frá Afganistan. Hann segir það mikið vandaverk og hættulegt sé að reyna að komast inn á flugvöllinn. „Ég var í síma með einni stúlku sem var við flugvöllinn og ég var að reyna að koma henni inn, við heyrðum skothvelli og hún varð hrædd náttúrulega og flúði,“ segir Árni. Stúlkan fór aftur heim til sín þann dag og náði svo daginn eftir að komast inn á flugvöllinn úr landi. Árni segir ljóst að þeir sem komu inn þennan sama dag hafi mútað Talibönum. „Það komust nokkrir inn og þeir sem komust inn líklega komust inn með því að rétta þeim tösku af peningum.“ Fjöldi ríkja hefur tilkynnt að þau muni taka á móti afgönsku flóttafólki, þar á meðal Bretland, Kanada og Ástralía. Enn hefur slík ákvörðun ekki verið tekin hér á landi en flóttamannanefnd skilaði tillögum um móttöku Afgana hér á landi til ráðherra í gær. Enn er ekki ljóst hvað felist í þeim tillögum en þær verða ræddar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Afganistan Tengdar fréttir Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Enn ríkir mikil ringulreið á flugvellinum í Kabúl sem Talibanar kenna Bandaríkjamönnum um. Leiðtogi Talíbana er mættur til Kabúl til stjórnarmyndunarviðræðna. Þúsundir ef ekki milljónir Afgana hafa flúið heimili sín og haldið til Kabúl undanfarna daga í von um að komast um borð í flugvél á alþjóðaflugvellinum í borginni og flýja landið. Vegna þessa hafa Talibanar staðið vörð við flugvöllinn til að koma í veg fyrir að fólk komist inn fyrir girðingarnar. „Talibanar hafa verið dálítið harðir við flugvöllinn,“ segir Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl. „Það eru allir alveg rosalega hræddir, Talibanar eru að fara hús úr húsi í sumum hverfum.“ Árni er sjálfur staddur í Madríd og vinnur nú að því að hjálpa nemendum sínum að flýja frá Afganistan. Hann segir það mikið vandaverk og hættulegt sé að reyna að komast inn á flugvöllinn. „Ég var í síma með einni stúlku sem var við flugvöllinn og ég var að reyna að koma henni inn, við heyrðum skothvelli og hún varð hrædd náttúrulega og flúði,“ segir Árni. Stúlkan fór aftur heim til sín þann dag og náði svo daginn eftir að komast inn á flugvöllinn úr landi. Árni segir ljóst að þeir sem komu inn þennan sama dag hafi mútað Talibönum. „Það komust nokkrir inn og þeir sem komust inn líklega komust inn með því að rétta þeim tösku af peningum.“ Fjöldi ríkja hefur tilkynnt að þau muni taka á móti afgönsku flóttafólki, þar á meðal Bretland, Kanada og Ástralía. Enn hefur slík ákvörðun ekki verið tekin hér á landi en flóttamannanefnd skilaði tillögum um móttöku Afgana hér á landi til ráðherra í gær. Enn er ekki ljóst hvað felist í þeim tillögum en þær verða ræddar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.
Afganistan Tengdar fréttir Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52 Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40 Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. 21. ágúst 2021 09:52
Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. 20. ágúst 2021 20:40
Ísland gefur 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan Utanríkisráðuneyti Íslands hefur tilkynnt um sextíu milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar íAfganistan. Framlaginu verður skipt jafnt má milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða Krossins. 20. ágúst 2021 18:05