„Fannst ég oft geta gert betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2021 17:11 Jónatan Ingi Jónsson átti flottan leik í liði FH í dag, en segir þó að hann hefði getað gert betur. Vísir/Bára Dröfn Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. „Geggjað að fá þrjú stig. Við höldum hreinu annan leikinn í röð og í báðum leikjunum erum við bara 1-0 yfir í hálfleik. Mér fannst við samt geta gert betur, við vorum smá 'sloppy' í byrjun seinni hálfleiks og það var einhvern veginn ekki fyrr en rauða spjaldið kom að við duttum í gang aftur. Mér fannst við betra liðið í dag og nánast allan leikinn, við áttum þetta skilið,“ sagði Jónatan í viðtali við Vísi eftir leik. Jónatan skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp hin tvö mörkin og var því eðlilega spurður hvað það var sem hann hefði geta gert betur í dag. „Mér fannst ég oft geta gert betur, annað hvort skjóta eða senda hann aðeins fyrr. Við sem heild hefðum getað refsað meira en auðvitað er maður sáttur, það er erfitt að biðja um eitthvað meira en 5-0,“ svaraði Jónatan. Ignacio Heras fékk rautt spjald á 74. mínútu sem opnaði flóðgáttirnar fyrir markaregn FH undir lok leiks. Jónatan telur dóminn réttan. „Mér sýndist hann slá aftan á hnakkann á honum, sama hversu laust eða fast það var. Ég þarf að fá að sjá þetta aftur á vídeó. Eins og ég sá þetta þá var það línuvörðurinn sem sá atvikið og lét dómarann vita og þetta var bara rautt spjald.“ Keflavík á harma að hefna eftir þetta stóra tap á heimavelli en næsti leikur Keflavíkur er einmitt aftur á móti FH í Kaplakrika næsta miðvikudag. „Það er alveg á hreinu að þeir mæta dýrvitlausir í þangað og við verðum að mæta því í baráttu ef við ætlum að eiga séns á þremur stigum þar,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00 Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Geggjað að fá þrjú stig. Við höldum hreinu annan leikinn í röð og í báðum leikjunum erum við bara 1-0 yfir í hálfleik. Mér fannst við samt geta gert betur, við vorum smá 'sloppy' í byrjun seinni hálfleiks og það var einhvern veginn ekki fyrr en rauða spjaldið kom að við duttum í gang aftur. Mér fannst við betra liðið í dag og nánast allan leikinn, við áttum þetta skilið,“ sagði Jónatan í viðtali við Vísi eftir leik. Jónatan skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp hin tvö mörkin og var því eðlilega spurður hvað það var sem hann hefði geta gert betur í dag. „Mér fannst ég oft geta gert betur, annað hvort skjóta eða senda hann aðeins fyrr. Við sem heild hefðum getað refsað meira en auðvitað er maður sáttur, það er erfitt að biðja um eitthvað meira en 5-0,“ svaraði Jónatan. Ignacio Heras fékk rautt spjald á 74. mínútu sem opnaði flóðgáttirnar fyrir markaregn FH undir lok leiks. Jónatan telur dóminn réttan. „Mér sýndist hann slá aftan á hnakkann á honum, sama hversu laust eða fast það var. Ég þarf að fá að sjá þetta aftur á vídeó. Eins og ég sá þetta þá var það línuvörðurinn sem sá atvikið og lét dómarann vita og þetta var bara rautt spjald.“ Keflavík á harma að hefna eftir þetta stóra tap á heimavelli en næsti leikur Keflavíkur er einmitt aftur á móti FH í Kaplakrika næsta miðvikudag. „Það er alveg á hreinu að þeir mæta dýrvitlausir í þangað og við verðum að mæta því í baráttu ef við ætlum að eiga séns á þremur stigum þar,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00 Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00