Erlent

Þúsundir freista þess að flýja Talibana

Heimir Már Pétursson skrifar
Búðir hafa risið við flugvöllinn í Kabúl þar sem þúsundir freista þess að komast úr landi.
Búðir hafa risið við flugvöllinn í Kabúl þar sem þúsundir freista þess að komast úr landi. epa

Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst.

Eftirlit Talibana við öll hlið flugvallarins og pappírsvinna hefur hægt mjög á flutningum fólks frá flugvellinum í Kabúl en eftir á að flytja tugi þúsunda manna á brott. 

Þúsundir manna eru fyrir utan hlið flugvallarins en margir þeirra sem unnið hafa fyrir vestræn ríki í Afganistan óttast hefndaraðgerðir Talibana. 

Hundruð manna án tilskilinna pappíra tefja einnig fyrir afgreiðslu þeirra sem hafa nauðsynleg skjöl til að mega yfirgefa landið. 

Fregnir berast af því að Talibanar hafi tekið fólk af lífi sem hefur haft tengsl við vestræn ríki. 

Þannig hafi þeir myrt ættingja blaðamanns sem vann fyrir þýska ríkismiðilinn Deutsche Welle eftir að hafa farið hús úr húsi í leit sinni að blaðamanninum. Hann er hins vegar sjálfur kominn til Þýskalands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×