Margrét Lára: Lára Kristín búin að vera stórkostleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 11:00 Valskonur fagna sigri á Blikum á dögunum en með honum fór liðið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Margrét Lára Viðarsdóttir hrósaði sérstaklega einum leikmanni í verðandi Íslandsmeistaraliði Vals þegar Pepsi Max mörkin ræddu stöðuna í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Valsliðið er með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum en Valur vann Blika þegar toppliðin mættust í síðustu umferð. „Það yrðu mikil vonbrigði á Hlíðarenda ef þær ná ekki að klára þetta. Þær eru búnar að spila virkilega vel, eru búnir að vinna einhverja átta leiki í röð og þar á undan gerðu þær jafntefli. Þær eru búnar að vera á eldi,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. „Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann út úr þessum hóp af því að þetta er búin að vera svo mikil liðsheild. Þær eru ekki með markahæsta leikmanninn sem hefur skorað tuttugu mörk. Þetta er búið að dreifast. Elín er búin að skora mest en svo koma þær þarna Mist og nokkrar aðrar á eftir,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Hrós á Láru Kristínu Pedersen „Það er því erfitt að taka út einhvern einn leikmann út úr þessu liði í ár en mér finnst samt tilkoma Láru Kristínar í Valsliðið hafa gjörbreytt rytmanum í liðinu. Hún er búin að vera stórkostleg,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram að hrósa miðjumanninum Láru Kristínu Pedersen. „Hún er svo góð með boltann og er með svo mikla fótboltagreind. Hún tekur alltaf réttar ákvarðanir með bolta og ekki síður án bolta. Hún hleypur til baka og hleypur alltaf á rétta staði. Hún vinnur svo hratt varnarlega á milli miðjumanna og hún selur sig aldrei. Ég get ekki hætt að hrósa henni,“ sagði Margrét Lára. „Hún er búin að vera frábær fyrir Valsliðið og hefur gefið leikmanni eins og Dóru Maríu mikið. Dóra María vill spila fótbolta og vill ekki vera að horfa á boltann fara yfir sig. Hún varð helmingi betri því Dóra er búin að vera góð í sumar en hún er búin að vera stórkostleg eftir að Lára kom,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Láru Kristínu og Valsliðið hér fyrir ofan. Lára Kristín Pedersen í baráttunni í leiknum á móti Blikum.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Valsliðið er með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum en Valur vann Blika þegar toppliðin mættust í síðustu umferð. „Það yrðu mikil vonbrigði á Hlíðarenda ef þær ná ekki að klára þetta. Þær eru búnar að spila virkilega vel, eru búnir að vinna einhverja átta leiki í röð og þar á undan gerðu þær jafntefli. Þær eru búnar að vera á eldi,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. „Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann út úr þessum hóp af því að þetta er búin að vera svo mikil liðsheild. Þær eru ekki með markahæsta leikmanninn sem hefur skorað tuttugu mörk. Þetta er búið að dreifast. Elín er búin að skora mest en svo koma þær þarna Mist og nokkrar aðrar á eftir,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Hrós á Láru Kristínu Pedersen „Það er því erfitt að taka út einhvern einn leikmann út úr þessu liði í ár en mér finnst samt tilkoma Láru Kristínar í Valsliðið hafa gjörbreytt rytmanum í liðinu. Hún er búin að vera stórkostleg,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram að hrósa miðjumanninum Láru Kristínu Pedersen. „Hún er svo góð með boltann og er með svo mikla fótboltagreind. Hún tekur alltaf réttar ákvarðanir með bolta og ekki síður án bolta. Hún hleypur til baka og hleypur alltaf á rétta staði. Hún vinnur svo hratt varnarlega á milli miðjumanna og hún selur sig aldrei. Ég get ekki hætt að hrósa henni,“ sagði Margrét Lára. „Hún er búin að vera frábær fyrir Valsliðið og hefur gefið leikmanni eins og Dóru Maríu mikið. Dóra María vill spila fótbolta og vill ekki vera að horfa á boltann fara yfir sig. Hún varð helmingi betri því Dóra er búin að vera góð í sumar en hún er búin að vera stórkostleg eftir að Lára kom,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Láru Kristínu og Valsliðið hér fyrir ofan. Lára Kristín Pedersen í baráttunni í leiknum á móti Blikum.Vísir/Hulda Margrét
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira