Margrét Lára: Lára Kristín búin að vera stórkostleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 11:00 Valskonur fagna sigri á Blikum á dögunum en með honum fór liðið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Margrét Lára Viðarsdóttir hrósaði sérstaklega einum leikmanni í verðandi Íslandsmeistaraliði Vals þegar Pepsi Max mörkin ræddu stöðuna í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Valsliðið er með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum en Valur vann Blika þegar toppliðin mættust í síðustu umferð. „Það yrðu mikil vonbrigði á Hlíðarenda ef þær ná ekki að klára þetta. Þær eru búnar að spila virkilega vel, eru búnir að vinna einhverja átta leiki í röð og þar á undan gerðu þær jafntefli. Þær eru búnar að vera á eldi,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. „Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann út úr þessum hóp af því að þetta er búin að vera svo mikil liðsheild. Þær eru ekki með markahæsta leikmanninn sem hefur skorað tuttugu mörk. Þetta er búið að dreifast. Elín er búin að skora mest en svo koma þær þarna Mist og nokkrar aðrar á eftir,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Hrós á Láru Kristínu Pedersen „Það er því erfitt að taka út einhvern einn leikmann út úr þessu liði í ár en mér finnst samt tilkoma Láru Kristínar í Valsliðið hafa gjörbreytt rytmanum í liðinu. Hún er búin að vera stórkostleg,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram að hrósa miðjumanninum Láru Kristínu Pedersen. „Hún er svo góð með boltann og er með svo mikla fótboltagreind. Hún tekur alltaf réttar ákvarðanir með bolta og ekki síður án bolta. Hún hleypur til baka og hleypur alltaf á rétta staði. Hún vinnur svo hratt varnarlega á milli miðjumanna og hún selur sig aldrei. Ég get ekki hætt að hrósa henni,“ sagði Margrét Lára. „Hún er búin að vera frábær fyrir Valsliðið og hefur gefið leikmanni eins og Dóru Maríu mikið. Dóra María vill spila fótbolta og vill ekki vera að horfa á boltann fara yfir sig. Hún varð helmingi betri því Dóra er búin að vera góð í sumar en hún er búin að vera stórkostleg eftir að Lára kom,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Láru Kristínu og Valsliðið hér fyrir ofan. Lára Kristín Pedersen í baráttunni í leiknum á móti Blikum.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira
Valsliðið er með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum en Valur vann Blika þegar toppliðin mættust í síðustu umferð. „Það yrðu mikil vonbrigði á Hlíðarenda ef þær ná ekki að klára þetta. Þær eru búnar að spila virkilega vel, eru búnir að vinna einhverja átta leiki í röð og þar á undan gerðu þær jafntefli. Þær eru búnar að vera á eldi,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. „Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann út úr þessum hóp af því að þetta er búin að vera svo mikil liðsheild. Þær eru ekki með markahæsta leikmanninn sem hefur skorað tuttugu mörk. Þetta er búið að dreifast. Elín er búin að skora mest en svo koma þær þarna Mist og nokkrar aðrar á eftir,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Hrós á Láru Kristínu Pedersen „Það er því erfitt að taka út einhvern einn leikmann út úr þessu liði í ár en mér finnst samt tilkoma Láru Kristínar í Valsliðið hafa gjörbreytt rytmanum í liðinu. Hún er búin að vera stórkostleg,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram að hrósa miðjumanninum Láru Kristínu Pedersen. „Hún er svo góð með boltann og er með svo mikla fótboltagreind. Hún tekur alltaf réttar ákvarðanir með bolta og ekki síður án bolta. Hún hleypur til baka og hleypur alltaf á rétta staði. Hún vinnur svo hratt varnarlega á milli miðjumanna og hún selur sig aldrei. Ég get ekki hætt að hrósa henni,“ sagði Margrét Lára. „Hún er búin að vera frábær fyrir Valsliðið og hefur gefið leikmanni eins og Dóru Maríu mikið. Dóra María vill spila fótbolta og vill ekki vera að horfa á boltann fara yfir sig. Hún varð helmingi betri því Dóra er búin að vera góð í sumar en hún er búin að vera stórkostleg eftir að Lára kom,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Láru Kristínu og Valsliðið hér fyrir ofan. Lára Kristín Pedersen í baráttunni í leiknum á móti Blikum.Vísir/Hulda Margrét
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira