Erlent

Ghani kominn til furstadæmanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Ashraf Ghani er kominn með hæli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Landar hans sitja eftir í súpunni undir stjórn talibana sem stýrðu Afganistan með harðri hendi í kringum aldamót.
Ashraf Ghani er kominn með hæli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Landar hans sitja eftir í súpunni undir stjórn talibana sem stýrðu Afganistan með harðri hendi í kringum aldamót. AP/Rahmat Gul

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum staðfesta að Ashraf Ghani, forseti Afganistans, sé staddur þar. Ghani flúði heimalandið um helgina þegar talibarnar nálguðust höfuðborgina Kabúl.

Utanríkisráðuneyti furstadæmanna segir að Ghani og fjölskylda hans hafi fengið hæli þar af mannúðarástæðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ghani réttlætti ákvörðun sína um að flýja land með því að þannig væri hægt að forðast blóðbað í Kabúl.

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Ghani hafi haft með sér mikið fé þegar hann yfirgaf Afganistan en þær hafa ekki verið staðfestar til þessa. 

Rússneska sendiráðið í Kabúl hélt því fram á mánudag að þegar Ghani flúði hefði hann haft með sér fjórar bifreiðar og eina þyrlu fulla af peningum. AP-fréttastofan segist ekki hafa getað staðfest þær ásakanir en skýringar talsmanns rússneska sendiráðsins á uppruna þeirra voru loðnar.


Tengdar fréttir

Mannfall í mótmælum gegn talibönum

Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur.

Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig

Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar.

Heilagir nem­endur í þrjá­tíu ár

Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×