Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 11:57 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Almannavarnir Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við fréttastofu. „Þetta eru átta tilkynningar og þar með er þessi tilkynning með örvunarbólusetninguna. Hitt var bara eftir aðra bólusetningu,“ segir Rúna. Andlitslömun, sem er ekki talin alvarleg aukaverkun þar sem hún gengur oftast til baka að fullu, er ekki talin inn í þessar tölur. Rúna segir þó að lömun og skert hreyfigeta gangi líka oftast til baka að fullu. Lyfjastofnun hefur fengið tæplega 2.900 tilkynningar um aukaverkanir frá því bólusetningar við kórónuveirunni hófust hér á landi. Þar af eru 177 alvarlegar, en aukaverkanir teljast alvarlegar þegar heilbrigðiskerfið þarf að grípa inn í vegna þeirra. Til minni aukaverkana teljast til dæmis slappleiki, særindi á stungustað og fleiri veikindaeinkenni sem bólusett fólk kannast eflaust margt við. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru að sögn Rúnu settar í forgang hjá stofnuninni, og rannsakað hvort orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og aukaverkana. Um helgina var fjallað um mál hinnar 19 ára gömlu Tinnu Katrínar Owen, sem lamaðist fyrir neðan mitti stuttu eftir að hafa fengið örvunarskammt af bóluefni Moderna. Það er alvarlegasta tilkynningin um lömun eftir bólusetningu sem Lyfjastofnun hefur borist. Læknar telja að lömunin sé aðeins tímabundin og muni ganga til baka. Þá hefur ekki verið endanlega sýnt fram á orsakasamhengi milli bólusetningarinnar og lömunar Tinnu Katrínar. „En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu,“ sagði Tinna Katrín í samtali við fréttastofu um helgina. Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við fréttastofu. „Þetta eru átta tilkynningar og þar með er þessi tilkynning með örvunarbólusetninguna. Hitt var bara eftir aðra bólusetningu,“ segir Rúna. Andlitslömun, sem er ekki talin alvarleg aukaverkun þar sem hún gengur oftast til baka að fullu, er ekki talin inn í þessar tölur. Rúna segir þó að lömun og skert hreyfigeta gangi líka oftast til baka að fullu. Lyfjastofnun hefur fengið tæplega 2.900 tilkynningar um aukaverkanir frá því bólusetningar við kórónuveirunni hófust hér á landi. Þar af eru 177 alvarlegar, en aukaverkanir teljast alvarlegar þegar heilbrigðiskerfið þarf að grípa inn í vegna þeirra. Til minni aukaverkana teljast til dæmis slappleiki, særindi á stungustað og fleiri veikindaeinkenni sem bólusett fólk kannast eflaust margt við. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru að sögn Rúnu settar í forgang hjá stofnuninni, og rannsakað hvort orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og aukaverkana. Um helgina var fjallað um mál hinnar 19 ára gömlu Tinnu Katrínar Owen, sem lamaðist fyrir neðan mitti stuttu eftir að hafa fengið örvunarskammt af bóluefni Moderna. Það er alvarlegasta tilkynningin um lömun eftir bólusetningu sem Lyfjastofnun hefur borist. Læknar telja að lömunin sé aðeins tímabundin og muni ganga til baka. Þá hefur ekki verið endanlega sýnt fram á orsakasamhengi milli bólusetningarinnar og lömunar Tinnu Katrínar. „En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu,“ sagði Tinna Katrín í samtali við fréttastofu um helgina.
Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47