Mælir með bólusetningu þrátt fyrir að liggja lömuð á Landspítalanum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. ágúst 2021 16:07 Tinna Katrín missti alla tilfinningu og allan mátt fyrir neðan mitti eftir örvunarskammt af Moderna. Hin nítján ára gamla Tinna Katrín Owen lamaðist fyrir neðan mitti eftir örvunarskammt af bóluefninu Moderna. Læknar telja þó að lömunin sé aðeins tímabundin. Atvikið hefur ekki haft áhrif á viðhorf Tinnu sem hvetur alla til þess að láta bólusetja sig. „Ég fór á fimmtudaginn í bólusetningu eða sem sagt að fá örvunarskammt. Daginn eftir var ég orðin svolítið slöpp og síðan um ellefu leytið á föstudeginum gat ég ekki staðið upp, svo mamma fór með mig upp á spítala,“ segir Tinna sem hafði áður verið bólusett með Janssen en fékk örvunarskammt af Moderna. Tinna er alveg máttlaus fyrir neðan mitti og finnur ekki fyrir snertingu í fótunum. Hún liggur nú inni á taugadeild Landspítalans. „Ég fór sem sagt í svona segulómun í gær þar sem var verið að mynda mænuna og það er ekkert að henni. Þannig að þeir búast við því að þetta sé bara tímabundið og að þetta ætti að ganga til baka.“ Tinna vakti athygli á málinu í gær með myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar skrifar hún „Fæ Moderna örvunarskammt - Lömuð fyrir neðan mitti.“ @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Læknar hafa ekki staðfest að lömunina megi rekja beint til bólusetningarinnar en hafa ekki fundið neina aðra orsök. „Þeir vita ekki nákvæmlega af hverju þetta er. En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu.“ Tinna segir tilganginn með því að deila þessari óskemmtilegu lífsreynslu á TikTok ekki hafa verið að vekja hræðslu á bólusetningum. Þvert á móti hvetur hún alla til þess að fara í bólusetningu. „Ég var bara í frekar miklu sjokki og vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. Þannig mér fannst eitthvað smá fyndið að gera þetta TikTok og fer eitthvað að senda vinum mínum og vinkonum og þeim fannst þetta eitthvað voða fyndið. Mér finnst þetta alveg semí fyndið ennþá en kannski ekki alveg aðstæðurnar.“ Hún var aðeins með fáa fylgjendur þegar hún setti myndskeiðið inn og óraði hana ekki fyrir viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Einhverjir drógu frásögn hennar þó í efa, þar sem Lyfjastofnun hafði ekki borist nein tilkynning um atvikið. „Þegar ég postaði þessu, þá var ég ekki búin að tilkynna þetta. Ég hélt bara einhvern veginn að læknarnir myndu gera það. Svo var ég að lesa kommentin og þá var verið að segja mér að ég yrði að gera það sjálf. Þannig ég tilkynnti þetta núna um eitt leytið.“ Tinna segist ekki sjá ástæðu til þess að leita réttar síns, þar sem aðeins sé um tímabundið ástand að ræða. Hún óskar þess aðeins að ná fullum bata sem fyrst. „Ég vil bara að eftir að þetta lagast þá sé þetta bara svona gleymt og búið, af því það er ekkert svakalega auðvelt að vera hérna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
„Ég fór á fimmtudaginn í bólusetningu eða sem sagt að fá örvunarskammt. Daginn eftir var ég orðin svolítið slöpp og síðan um ellefu leytið á föstudeginum gat ég ekki staðið upp, svo mamma fór með mig upp á spítala,“ segir Tinna sem hafði áður verið bólusett með Janssen en fékk örvunarskammt af Moderna. Tinna er alveg máttlaus fyrir neðan mitti og finnur ekki fyrir snertingu í fótunum. Hún liggur nú inni á taugadeild Landspítalans. „Ég fór sem sagt í svona segulómun í gær þar sem var verið að mynda mænuna og það er ekkert að henni. Þannig að þeir búast við því að þetta sé bara tímabundið og að þetta ætti að ganga til baka.“ Tinna vakti athygli á málinu í gær með myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar skrifar hún „Fæ Moderna örvunarskammt - Lömuð fyrir neðan mitti.“ @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Læknar hafa ekki staðfest að lömunina megi rekja beint til bólusetningarinnar en hafa ekki fundið neina aðra orsök. „Þeir vita ekki nákvæmlega af hverju þetta er. En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu.“ Tinna segir tilganginn með því að deila þessari óskemmtilegu lífsreynslu á TikTok ekki hafa verið að vekja hræðslu á bólusetningum. Þvert á móti hvetur hún alla til þess að fara í bólusetningu. „Ég var bara í frekar miklu sjokki og vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. Þannig mér fannst eitthvað smá fyndið að gera þetta TikTok og fer eitthvað að senda vinum mínum og vinkonum og þeim fannst þetta eitthvað voða fyndið. Mér finnst þetta alveg semí fyndið ennþá en kannski ekki alveg aðstæðurnar.“ Hún var aðeins með fáa fylgjendur þegar hún setti myndskeiðið inn og óraði hana ekki fyrir viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Einhverjir drógu frásögn hennar þó í efa, þar sem Lyfjastofnun hafði ekki borist nein tilkynning um atvikið. „Þegar ég postaði þessu, þá var ég ekki búin að tilkynna þetta. Ég hélt bara einhvern veginn að læknarnir myndu gera það. Svo var ég að lesa kommentin og þá var verið að segja mér að ég yrði að gera það sjálf. Þannig ég tilkynnti þetta núna um eitt leytið.“ Tinna segist ekki sjá ástæðu til þess að leita réttar síns, þar sem aðeins sé um tímabundið ástand að ræða. Hún óskar þess aðeins að ná fullum bata sem fyrst. „Ég vil bara að eftir að þetta lagast þá sé þetta bara svona gleymt og búið, af því það er ekkert svakalega auðvelt að vera hérna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira