Mælir með bólusetningu þrátt fyrir að liggja lömuð á Landspítalanum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. ágúst 2021 16:07 Tinna Katrín missti alla tilfinningu og allan mátt fyrir neðan mitti eftir örvunarskammt af Moderna. Hin nítján ára gamla Tinna Katrín Owen lamaðist fyrir neðan mitti eftir örvunarskammt af bóluefninu Moderna. Læknar telja þó að lömunin sé aðeins tímabundin. Atvikið hefur ekki haft áhrif á viðhorf Tinnu sem hvetur alla til þess að láta bólusetja sig. „Ég fór á fimmtudaginn í bólusetningu eða sem sagt að fá örvunarskammt. Daginn eftir var ég orðin svolítið slöpp og síðan um ellefu leytið á föstudeginum gat ég ekki staðið upp, svo mamma fór með mig upp á spítala,“ segir Tinna sem hafði áður verið bólusett með Janssen en fékk örvunarskammt af Moderna. Tinna er alveg máttlaus fyrir neðan mitti og finnur ekki fyrir snertingu í fótunum. Hún liggur nú inni á taugadeild Landspítalans. „Ég fór sem sagt í svona segulómun í gær þar sem var verið að mynda mænuna og það er ekkert að henni. Þannig að þeir búast við því að þetta sé bara tímabundið og að þetta ætti að ganga til baka.“ Tinna vakti athygli á málinu í gær með myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar skrifar hún „Fæ Moderna örvunarskammt - Lömuð fyrir neðan mitti.“ @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Læknar hafa ekki staðfest að lömunina megi rekja beint til bólusetningarinnar en hafa ekki fundið neina aðra orsök. „Þeir vita ekki nákvæmlega af hverju þetta er. En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu.“ Tinna segir tilganginn með því að deila þessari óskemmtilegu lífsreynslu á TikTok ekki hafa verið að vekja hræðslu á bólusetningum. Þvert á móti hvetur hún alla til þess að fara í bólusetningu. „Ég var bara í frekar miklu sjokki og vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. Þannig mér fannst eitthvað smá fyndið að gera þetta TikTok og fer eitthvað að senda vinum mínum og vinkonum og þeim fannst þetta eitthvað voða fyndið. Mér finnst þetta alveg semí fyndið ennþá en kannski ekki alveg aðstæðurnar.“ Hún var aðeins með fáa fylgjendur þegar hún setti myndskeiðið inn og óraði hana ekki fyrir viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Einhverjir drógu frásögn hennar þó í efa, þar sem Lyfjastofnun hafði ekki borist nein tilkynning um atvikið. „Þegar ég postaði þessu, þá var ég ekki búin að tilkynna þetta. Ég hélt bara einhvern veginn að læknarnir myndu gera það. Svo var ég að lesa kommentin og þá var verið að segja mér að ég yrði að gera það sjálf. Þannig ég tilkynnti þetta núna um eitt leytið.“ Tinna segist ekki sjá ástæðu til þess að leita réttar síns, þar sem aðeins sé um tímabundið ástand að ræða. Hún óskar þess aðeins að ná fullum bata sem fyrst. „Ég vil bara að eftir að þetta lagast þá sé þetta bara svona gleymt og búið, af því það er ekkert svakalega auðvelt að vera hérna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
„Ég fór á fimmtudaginn í bólusetningu eða sem sagt að fá örvunarskammt. Daginn eftir var ég orðin svolítið slöpp og síðan um ellefu leytið á föstudeginum gat ég ekki staðið upp, svo mamma fór með mig upp á spítala,“ segir Tinna sem hafði áður verið bólusett með Janssen en fékk örvunarskammt af Moderna. Tinna er alveg máttlaus fyrir neðan mitti og finnur ekki fyrir snertingu í fótunum. Hún liggur nú inni á taugadeild Landspítalans. „Ég fór sem sagt í svona segulómun í gær þar sem var verið að mynda mænuna og það er ekkert að henni. Þannig að þeir búast við því að þetta sé bara tímabundið og að þetta ætti að ganga til baka.“ Tinna vakti athygli á málinu í gær með myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar skrifar hún „Fæ Moderna örvunarskammt - Lömuð fyrir neðan mitti.“ @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Læknar hafa ekki staðfest að lömunina megi rekja beint til bólusetningarinnar en hafa ekki fundið neina aðra orsök. „Þeir vita ekki nákvæmlega af hverju þetta er. En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu.“ Tinna segir tilganginn með því að deila þessari óskemmtilegu lífsreynslu á TikTok ekki hafa verið að vekja hræðslu á bólusetningum. Þvert á móti hvetur hún alla til þess að fara í bólusetningu. „Ég var bara í frekar miklu sjokki og vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. Þannig mér fannst eitthvað smá fyndið að gera þetta TikTok og fer eitthvað að senda vinum mínum og vinkonum og þeim fannst þetta eitthvað voða fyndið. Mér finnst þetta alveg semí fyndið ennþá en kannski ekki alveg aðstæðurnar.“ Hún var aðeins með fáa fylgjendur þegar hún setti myndskeiðið inn og óraði hana ekki fyrir viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Einhverjir drógu frásögn hennar þó í efa, þar sem Lyfjastofnun hafði ekki borist nein tilkynning um atvikið. „Þegar ég postaði þessu, þá var ég ekki búin að tilkynna þetta. Ég hélt bara einhvern veginn að læknarnir myndu gera það. Svo var ég að lesa kommentin og þá var verið að segja mér að ég yrði að gera það sjálf. Þannig ég tilkynnti þetta núna um eitt leytið.“ Tinna segist ekki sjá ástæðu til þess að leita réttar síns, þar sem aðeins sé um tímabundið ástand að ræða. Hún óskar þess aðeins að ná fullum bata sem fyrst. „Ég vil bara að eftir að þetta lagast þá sé þetta bara svona gleymt og búið, af því það er ekkert svakalega auðvelt að vera hérna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira