Mælir með bólusetningu þrátt fyrir að liggja lömuð á Landspítalanum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. ágúst 2021 16:07 Tinna Katrín missti alla tilfinningu og allan mátt fyrir neðan mitti eftir örvunarskammt af Moderna. Hin nítján ára gamla Tinna Katrín Owen lamaðist fyrir neðan mitti eftir örvunarskammt af bóluefninu Moderna. Læknar telja þó að lömunin sé aðeins tímabundin. Atvikið hefur ekki haft áhrif á viðhorf Tinnu sem hvetur alla til þess að láta bólusetja sig. „Ég fór á fimmtudaginn í bólusetningu eða sem sagt að fá örvunarskammt. Daginn eftir var ég orðin svolítið slöpp og síðan um ellefu leytið á föstudeginum gat ég ekki staðið upp, svo mamma fór með mig upp á spítala,“ segir Tinna sem hafði áður verið bólusett með Janssen en fékk örvunarskammt af Moderna. Tinna er alveg máttlaus fyrir neðan mitti og finnur ekki fyrir snertingu í fótunum. Hún liggur nú inni á taugadeild Landspítalans. „Ég fór sem sagt í svona segulómun í gær þar sem var verið að mynda mænuna og það er ekkert að henni. Þannig að þeir búast við því að þetta sé bara tímabundið og að þetta ætti að ganga til baka.“ Tinna vakti athygli á málinu í gær með myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar skrifar hún „Fæ Moderna örvunarskammt - Lömuð fyrir neðan mitti.“ @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Læknar hafa ekki staðfest að lömunina megi rekja beint til bólusetningarinnar en hafa ekki fundið neina aðra orsök. „Þeir vita ekki nákvæmlega af hverju þetta er. En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu.“ Tinna segir tilganginn með því að deila þessari óskemmtilegu lífsreynslu á TikTok ekki hafa verið að vekja hræðslu á bólusetningum. Þvert á móti hvetur hún alla til þess að fara í bólusetningu. „Ég var bara í frekar miklu sjokki og vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. Þannig mér fannst eitthvað smá fyndið að gera þetta TikTok og fer eitthvað að senda vinum mínum og vinkonum og þeim fannst þetta eitthvað voða fyndið. Mér finnst þetta alveg semí fyndið ennþá en kannski ekki alveg aðstæðurnar.“ Hún var aðeins með fáa fylgjendur þegar hún setti myndskeiðið inn og óraði hana ekki fyrir viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Einhverjir drógu frásögn hennar þó í efa, þar sem Lyfjastofnun hafði ekki borist nein tilkynning um atvikið. „Þegar ég postaði þessu, þá var ég ekki búin að tilkynna þetta. Ég hélt bara einhvern veginn að læknarnir myndu gera það. Svo var ég að lesa kommentin og þá var verið að segja mér að ég yrði að gera það sjálf. Þannig ég tilkynnti þetta núna um eitt leytið.“ Tinna segist ekki sjá ástæðu til þess að leita réttar síns, þar sem aðeins sé um tímabundið ástand að ræða. Hún óskar þess aðeins að ná fullum bata sem fyrst. „Ég vil bara að eftir að þetta lagast þá sé þetta bara svona gleymt og búið, af því það er ekkert svakalega auðvelt að vera hérna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
„Ég fór á fimmtudaginn í bólusetningu eða sem sagt að fá örvunarskammt. Daginn eftir var ég orðin svolítið slöpp og síðan um ellefu leytið á föstudeginum gat ég ekki staðið upp, svo mamma fór með mig upp á spítala,“ segir Tinna sem hafði áður verið bólusett með Janssen en fékk örvunarskammt af Moderna. Tinna er alveg máttlaus fyrir neðan mitti og finnur ekki fyrir snertingu í fótunum. Hún liggur nú inni á taugadeild Landspítalans. „Ég fór sem sagt í svona segulómun í gær þar sem var verið að mynda mænuna og það er ekkert að henni. Þannig að þeir búast við því að þetta sé bara tímabundið og að þetta ætti að ganga til baka.“ Tinna vakti athygli á málinu í gær með myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar skrifar hún „Fæ Moderna örvunarskammt - Lömuð fyrir neðan mitti.“ @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Læknar hafa ekki staðfest að lömunina megi rekja beint til bólusetningarinnar en hafa ekki fundið neina aðra orsök. „Þeir vita ekki nákvæmlega af hverju þetta er. En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu.“ Tinna segir tilganginn með því að deila þessari óskemmtilegu lífsreynslu á TikTok ekki hafa verið að vekja hræðslu á bólusetningum. Þvert á móti hvetur hún alla til þess að fara í bólusetningu. „Ég var bara í frekar miklu sjokki og vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. Þannig mér fannst eitthvað smá fyndið að gera þetta TikTok og fer eitthvað að senda vinum mínum og vinkonum og þeim fannst þetta eitthvað voða fyndið. Mér finnst þetta alveg semí fyndið ennþá en kannski ekki alveg aðstæðurnar.“ Hún var aðeins með fáa fylgjendur þegar hún setti myndskeiðið inn og óraði hana ekki fyrir viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Einhverjir drógu frásögn hennar þó í efa, þar sem Lyfjastofnun hafði ekki borist nein tilkynning um atvikið. „Þegar ég postaði þessu, þá var ég ekki búin að tilkynna þetta. Ég hélt bara einhvern veginn að læknarnir myndu gera það. Svo var ég að lesa kommentin og þá var verið að segja mér að ég yrði að gera það sjálf. Þannig ég tilkynnti þetta núna um eitt leytið.“ Tinna segist ekki sjá ástæðu til þess að leita réttar síns, þar sem aðeins sé um tímabundið ástand að ræða. Hún óskar þess aðeins að ná fullum bata sem fyrst. „Ég vil bara að eftir að þetta lagast þá sé þetta bara svona gleymt og búið, af því það er ekkert svakalega auðvelt að vera hérna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira