Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 14:02 Röðin sem myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag var gríðarlega löng. Vísir/Egill Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. Sýnataka vegna kórónuveirunnar fer fram í húsnæði heilsugæslunnar á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Löng röð myndast gjarnan fyrir framan húsnæðið en röðin í dag var með þeim lengri sem hefur sést. „Það er eins og það sé eitthvað að bresta í dag,“ segir Ragnheiður. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hvað veldur, en álagið sé heldur meira en í síðustu viku. Eins og sjá má voru börn á meðal þeirra sem biðu sýnatöku í dag.Vísir/Egill Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði höfðu tvö þúsund manns bókað sig í sýnatöku í dag og þar af höfðu þúsund manns nú þegar mætt. Þar á meðal eru einstaklingar með einkenni og þeir sem eru að ljúka sóttkví. „Ég frétti það í morgun að það væri slatti af leikskólabörnum að koma,“ segir Ragnheiður. Ætla má að þar á meðal séu börn af leikskólanum Álftaborg. Vísir greindi frá því um helgina að smit hafi komið upp hjá starfsmanni leikskólans. Allt starfsfólk og öll börn leikskólans voru í kjölfarið send í sóttkví og áttu börnin að fara í sýnatöku í dag. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin innanlands í gær og greindust 103 með veiruna. „Það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Það eru endalausar sýnatökur og svo erum við náttúrlega með bólusetningar í Höllinni. Þannig það er mikið um að vera.“ Skólahald á öllum stigum fer af stað á ný á næstu dögum og má því ætla að álag eigi eftir að aukast í sýnatökunni. Ragnheiður kveðst þó ekki sérstaklega áhyggjufull yfir því. „Við ætlum allavega að byrja að bólusetja börnin á mánudaginn næsta og það er svo sem fyrsta skrefið. Svo verðum við bara að sníða okkur stakk eftir vexti eftir því hvað kemur á hverjum degi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Sýnataka vegna kórónuveirunnar fer fram í húsnæði heilsugæslunnar á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Löng röð myndast gjarnan fyrir framan húsnæðið en röðin í dag var með þeim lengri sem hefur sést. „Það er eins og það sé eitthvað að bresta í dag,“ segir Ragnheiður. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hvað veldur, en álagið sé heldur meira en í síðustu viku. Eins og sjá má voru börn á meðal þeirra sem biðu sýnatöku í dag.Vísir/Egill Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði höfðu tvö þúsund manns bókað sig í sýnatöku í dag og þar af höfðu þúsund manns nú þegar mætt. Þar á meðal eru einstaklingar með einkenni og þeir sem eru að ljúka sóttkví. „Ég frétti það í morgun að það væri slatti af leikskólabörnum að koma,“ segir Ragnheiður. Ætla má að þar á meðal séu börn af leikskólanum Álftaborg. Vísir greindi frá því um helgina að smit hafi komið upp hjá starfsmanni leikskólans. Allt starfsfólk og öll börn leikskólans voru í kjölfarið send í sóttkví og áttu börnin að fara í sýnatöku í dag. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin innanlands í gær og greindust 103 með veiruna. „Það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Það eru endalausar sýnatökur og svo erum við náttúrlega með bólusetningar í Höllinni. Þannig það er mikið um að vera.“ Skólahald á öllum stigum fer af stað á ný á næstu dögum og má því ætla að álag eigi eftir að aukast í sýnatökunni. Ragnheiður kveðst þó ekki sérstaklega áhyggjufull yfir því. „Við ætlum allavega að byrja að bólusetja börnin á mánudaginn næsta og það er svo sem fyrsta skrefið. Svo verðum við bara að sníða okkur stakk eftir vexti eftir því hvað kemur á hverjum degi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira