Lífið

Ís­lendingar kvarta yfir auka­verkunum: „Jæja, þá er kominn smá Jans­sen skjálfti í mann“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Um tíu þúsund manns voru bólusettir með bóluefni Janssen í dag.
Um tíu þúsund manns voru bólusettir með bóluefni Janssen í dag. Vísir/Vilhelm

Um tíu þúsund manns voru bólusett með bóluefni frá Janssen í Laugardalshöll í dag. Janssen er eina bóluefnið sem notað er hér á landi sem er aðeins gefið í einum skammti. Svo virðist sem aukaverkanir eftir bólusetninguna séu að færast yfir hjá mörgum.

Það má sjá ef svipast er um á samfélagsmiðlinum Twitter. Margir netverjar lýsa veikindum eftir bólusetninguna. Samkvæmt fylgiseðli bóluefnisins eru mjög algengar aukaverkanir til að mynda höfuðverkur, ógleði, vöðvaverkir, verkur á stungustað og mikil þreyta.

Hrafn Jónsson, texta- og hugmyndasmiður, lýsir því til að mynda að í hann kominn sé í hann smá „Janssen skjálfti.“ Fleiri hafa sömu sögu að segja og virðast aukaverkanir bólusetningarinnar nú vera að koma í koma í ljós hjá mörgum. Samkvæmt sérlyfjaskrá koma flestar aukaverkanir fram á fyrsta eða öðrum degi bólusetningar.

Þó hafa ekki öll haft sömu sögu að segja og virðast eygja von um að sleppa alfarið við veikindi eftir bólusetningu dagsins. Eins og áður sagði er algengast að aukaverkanir komi í ljós á fyrsta eða öðrum degi bólusetningar. Þó er ekkert gefið í þeim efnum og sum komast aukaverkanalaust frá bólusetningu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×