Tíðindin koma í kjölfar ásakana á hendur Khader um ósæmilegt athæfi, kynferðislega áreitni og brot, að því er segir í frétt DR.
Søren Pape, formaður Íhaldsflokksins, sagði á fréttamannafundi í tengslum við sumarfund flokksins að aðilar hafi verið fengnir til að rannsaka ásakanirnar og hafi komið í ljós að um mjög alvarlegar ásakanir sé að ræða.
„Ég held að Naser Khader geti ekki verið meðlimur í þingflokki Íhaldsflokksins,“ sagði Pape.
Greint var frá því í dönskum fjölmiðlum í júlí að fimm konur hafi sakað Khader um að hafa brotið gegn sér. Eigi brotin að hafa átt sér stað um á síðustu tveimur áratugum.
Hinn 58 ára Khader hefur sjálfur neitað öllum ásökunum.
Khader hefur setið á þingi frá 2001 til 2011 og svo aftur frá 2015.