Enski boltinn

Ólympíusilfurhafi kominn í samkeppni við Patrik Sigurð hjá Brentford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alvaro Fernandez hitar upp fyrir leik Spánverja á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrr í þessum mánuði.
Alvaro Fernandez hitar upp fyrir leik Spánverja á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrr í þessum mánuði. Getty/Etsuo Hara

Það bættist í gær í samkeppnina hjá Patriki Gunnarssyni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford.

Brentford, sem er að spila í efstu deild á Englandi í fyrsta sinn í 74 ár, fékk spænska markvörðinn Alvaro Fernandez á láni frá Huesca.

Brentford á líka möguleika á að kaupa leikmanninn gangi allt upp.

Hinn 23 ára gamli markvörður var í spænska landsliðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum.

„Hann mun fara í samkeppni á hverjum degi við þá David Raya og Patrik Gunnarsson,“ sagði Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford.

David Raya, annar Spánverji, var í markinu í 2-0 sigri á Arsensal í fyrstu umferðinni en íslenski unglingalandsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var á bekknum.

Fernandez lék 22 deildarleiki með Huesca á síðustu leiktíð og hélt fimm sinnum marki sínu hreinu.

Næsti leikur Brentford er á móti Crystal Palace í Lundúnaslag um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×