Lof og last: Frammistaða FH, Kristall Máni, tíu KR-ingar, hiti í Kórnum og síðari hálfleikur Fylkis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 16:30 Úr leik FH og Leiknis Reykjavíkur í umferðinni. Vísir/Hulda Margrét 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur vægast sagt mikið gengið á undanfarna tvo daga. Hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Frammistaða FH FH-ingar sýndu mátt sinn og megin er liðið jarðaði Leikni Reykjavík í umferðinni sem var að líða. Útivallarárangur gestanna er vissulega ekki upp á marga fiska en fyrir leikinn hafði Leiknir R. aðeins fengið á sig 19 mörk í 16 leikjum. Stuðningsfólk FH veltir eflaust fyrir sér hvar þessi spilamennska hefur verið í allt sumar. Kristall Máni Ingason Það hefði hæglega verið hægt að hafa nær allt Víkingsliðið hér enda spilaði það mjög vel í 3-0 sigrinum á Fylki. Þá sérstaklega í síðari hálfleik. Kristall Máni bar þó af, skoraði tvö ásamt því að búa til haug af færum fyrir samherja sína. Þá fékk hann fín færi til að bæta við þriðja marki sínu í leiknum. Sigurður Egill Lárusson Vængmaðurinn öflugi kom inn í lið Íslandsmeistara Vals á nýjan leik og nýtti heldur betur tækifærið. Skoraði hann bæði mörk Valsara er þeir virtust ætla að kaffæra Keflvíkingum strax í upphafi leiks. Allt kom fyrir ekki en eftir að Sigurður Egill hafði skorað tvívegis komust gestirnir inn í leikinn sem var einkar opinn frá upphafi til enda. Lokatölur 2-1 og segja má að Sigurður hafi nýtt tækifæri sitt í byrjunarliðinu til fullnustu. Tíu KR-ingar Í annað sinn í sumar tekst KR að vinna á útivelli eftir að missa mann af velli snemma leiks. Fyrr í sumar vann liðið góðan 2-1 sigur á KA en að þessu sinni var það HK sem lá í valnum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og þar með rautt. Manni færri tókst KR-ingum að komast yfir, halda út og vinna mikilvægan sigur. Last Hitinn í Kórnum Það ef til vill deila um spjöldin tvö sem Arnþór Ingi fékk en að fá tvö gul á fyrstu tíu mínútum leiks á ekki að vera nánast ógjörningur. Mönnum var heitt í hamsi, enda mjög heitt innandyra í Kópavogi, og leikurinn bar þess merki. Fjöldi spjalda fór á loft, þar á meðal rautt er Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, sparkaði keilu sem afmarkaði boðvang þjálfarateymis gestanna inn á völlinn. Þá var mönnum enn heitt í hamsi að leik loknum. Andlausir Breiðhyltingar Þó það hafi ef til vill vantaði nokkra leikmenn er Leiknir heimsótti Kaplakrika í Hafnafirði þá var frammistaðan fyrir neðan allar hellur. Hér áður fyrr hefði nýliðum verið fyrirgefið að tapa 5-0 fyrir FH en Leiknismenn hafa ekki spilað eins og hinir hefðbundnu nýliðar í sumar. Þá hafa FH-ingar ekki spilað jafn vel og hér á árum áður. Síðari hálfleikur Fylkis Fylkir spilaði nokkuð vel gegn Víkingum framan af leik. Árbæingar voru ósáttir með að vera 0-1 undir í hálfleik og hafa eflaust ætlað að byrja síðari hálfleik af krafti. Hvað fór úrskeiðis er óvitað en liðið var komið 0-2 undir eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og í kjölfarið tóku gestirnir öll völd á vellinum. Fylkismenn geta prísað sig sæla að hafa aðeins tapað 0-3 miðað við færin sem Víkingar fengu í síðari hálfleik. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KR HK Fylkir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Frammistaða FH FH-ingar sýndu mátt sinn og megin er liðið jarðaði Leikni Reykjavík í umferðinni sem var að líða. Útivallarárangur gestanna er vissulega ekki upp á marga fiska en fyrir leikinn hafði Leiknir R. aðeins fengið á sig 19 mörk í 16 leikjum. Stuðningsfólk FH veltir eflaust fyrir sér hvar þessi spilamennska hefur verið í allt sumar. Kristall Máni Ingason Það hefði hæglega verið hægt að hafa nær allt Víkingsliðið hér enda spilaði það mjög vel í 3-0 sigrinum á Fylki. Þá sérstaklega í síðari hálfleik. Kristall Máni bar þó af, skoraði tvö ásamt því að búa til haug af færum fyrir samherja sína. Þá fékk hann fín færi til að bæta við þriðja marki sínu í leiknum. Sigurður Egill Lárusson Vængmaðurinn öflugi kom inn í lið Íslandsmeistara Vals á nýjan leik og nýtti heldur betur tækifærið. Skoraði hann bæði mörk Valsara er þeir virtust ætla að kaffæra Keflvíkingum strax í upphafi leiks. Allt kom fyrir ekki en eftir að Sigurður Egill hafði skorað tvívegis komust gestirnir inn í leikinn sem var einkar opinn frá upphafi til enda. Lokatölur 2-1 og segja má að Sigurður hafi nýtt tækifæri sitt í byrjunarliðinu til fullnustu. Tíu KR-ingar Í annað sinn í sumar tekst KR að vinna á útivelli eftir að missa mann af velli snemma leiks. Fyrr í sumar vann liðið góðan 2-1 sigur á KA en að þessu sinni var það HK sem lá í valnum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og þar með rautt. Manni færri tókst KR-ingum að komast yfir, halda út og vinna mikilvægan sigur. Last Hitinn í Kórnum Það ef til vill deila um spjöldin tvö sem Arnþór Ingi fékk en að fá tvö gul á fyrstu tíu mínútum leiks á ekki að vera nánast ógjörningur. Mönnum var heitt í hamsi, enda mjög heitt innandyra í Kópavogi, og leikurinn bar þess merki. Fjöldi spjalda fór á loft, þar á meðal rautt er Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, sparkaði keilu sem afmarkaði boðvang þjálfarateymis gestanna inn á völlinn. Þá var mönnum enn heitt í hamsi að leik loknum. Andlausir Breiðhyltingar Þó það hafi ef til vill vantaði nokkra leikmenn er Leiknir heimsótti Kaplakrika í Hafnafirði þá var frammistaðan fyrir neðan allar hellur. Hér áður fyrr hefði nýliðum verið fyrirgefið að tapa 5-0 fyrir FH en Leiknismenn hafa ekki spilað eins og hinir hefðbundnu nýliðar í sumar. Þá hafa FH-ingar ekki spilað jafn vel og hér á árum áður. Síðari hálfleikur Fylkis Fylkir spilaði nokkuð vel gegn Víkingum framan af leik. Árbæingar voru ósáttir með að vera 0-1 undir í hálfleik og hafa eflaust ætlað að byrja síðari hálfleik af krafti. Hvað fór úrskeiðis er óvitað en liðið var komið 0-2 undir eftir aðeins nokkrar sekúndur í síðari hálfleik og í kjölfarið tóku gestirnir öll völd á vellinum. Fylkismenn geta prísað sig sæla að hafa aðeins tapað 0-3 miðað við færin sem Víkingar fengu í síðari hálfleik. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH KR HK Fylkir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann