Íslenski boltinn

Kjartan Henry sagði Hjör­vari að „skíta ekki á sig“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kjartan Henry svaraði færslu Hjörvars á samfélagsmiðlinum Twitter að loknum sigri KR í Kórnum.
Kjartan Henry svaraði færslu Hjörvars á samfélagsmiðlinum Twitter að loknum sigri KR í Kórnum. Hulda Margrét/Viaplay

Mikill hiti var í leik HK og KR í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. KR-ingar lönduðu mikilvægum 1-0 sigri þrátt fyrir að vera manni færri í rúmar 80 mínútur. 

Hitinn lækkaði lítið þó flautað hafi verið til leiksloka en Kjartan Henry Finnbogason, markaskorari KR-inga í leiknum, svaraði fjölmiðlamanninum Hjörvari Hafliðasyni fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter að leik loknum.

HK-ingurinn Hjörvar hrósaði dómara leiksins fyrir allar þær ákvarðanir sem hann tók í leiknum. Að sama skapi fannst honum skelfing að heyra hvernig varamannabekkur KR tjáði sig í leiknum.

  • „Hárrétt í Kórnum. Red card.“
  • „Annað gula hjá Arnþóri Inga. Spot on.“
  • „Loksins rautt á bekkinn hjá KR. Heyrist allt í útsendingunni. Skelfing að heyra.“

 Eftir að hafa birt myndband úr leiknum þar sem samskipti Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, og dómara leiksins heyrðust kvartaði Hjörvar yfir því að þjálfarinn hafi ekki einu sinni fengið gult spjald.

„Skíttu ekki í þig…“ var eitt af svörunum við tísti Hjörvar en það sem vakti athygli er að þetta tíst kom frá Kjartani Henry, leikmanni KR-liðsins.

Hjörvar endurtísti ummælum Kjartans í kjölfarið.

„Nákvæmlega þetta er það sem ég elskaði við Pepsi Mörkin i den. Þá var alvöru hiti. Það var þáttur og svo hnífabardagar strax eftir þátt. Dr. Football droppar i hádeginu á morgun. Aðal vondi kallinn úr þeim þáttum er mættur aftur i deildina.“

Hjörvar hélt svo áfram að tjá sig um sigur KR nú í morgunsárið.

„Verðum samt líka að geta hrósað fyrir alvöru shithousery. Þetta er beint úr Simeone skólanum. Reyndar á móti HK.“

„Aðrir þjálfarar hafa hins vegar kvartað yfir þessari framkomu Rúnars. Hann verður að hætta þessu. Þetta er svo pínlegt,“ segir hann meðal annars á Twitter-síðu sinni í dag.

Eftir sigur í Kórnum er KR með 29 stig í 5. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Víkingum sem eru í 2. sæti. HK er í 11. sæti, þremur stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×