Gífurleg rigning og stormur gengu yfir suðvesturhluta eyríkisins í gærkvöldi og nótt, sem einnig varð harðast úti í jarðskjálftanum.
Veðurfræðingar vöruðu við því að úrkoman gæti orðið allt að 38 sentimetrar á sumum svæðum.
Stormurinn gekk meðal annars yfir búðir sem settar voru upp í skyndi fyrir fólk eftir skjálftann og hafði fólk þar ekki í neitt skjól að venda í nótt.
Bandaríska strandgæslan aðstoðaði í gær við flutning á slösuðu fólki frá Les Cayes í suðvesturhluta landsins, sem varð einna verst úti í skjálftanum, og hefur einnig flutt lækna og hjúkrunarlið ásamt lyfjum til svæðisins.