Erlent

Hellisbúi nýjasti talsmaður bólusetninga

Snorri Másson skrifar
39% Serba eru fullbólusettir og Panta Petrovic, sem hefur búið í helli í 20 ár, vill að fleiri drífi sig í sprautu.
39% Serba eru fullbólusettir og Panta Petrovic, sem hefur búið í helli í 20 ár, vill að fleiri drífi sig í sprautu. Ferdi Limani/Getty Images

Rúmlega sjötugur Serbi sem búið hefur í helli undanfarin ár ratar nú í heimsfréttirnar fyrir eindregna hvatningu sína til samlanda sinna að láta bólusetja sig. Hann átti erindi til byggða fyrir skemmstu, heyrði þar af Covid-19 og lét slag standa og fékk bóluefni.

„Ég fékk sprautuna og fann ekki fyrir neinu. Tveimur eða þremur dögum síðar var ég farinn að drekka bjór eins og ekkert hefði í skorist. Nú langar mig að fá alla þrjá skammtana, þar með talinn örvunarskammtinn,“ segir hellisbúinn, Panta Petrovic, í samtali við AFP.

Petrovic hefur búið í helli í að verða tvo áratugi og kippir sér ekki mikið upp við strauma og stefnur. Hann telur fólk velta sér of mikið upp úr stjórnmálum, tækni og tölvum, en lætur andspyrnu sína gegn slíkum lífsstíl þó ekki aftra sér frá því að þiggja bóluefnið.

Í viðtalinu segist hann hvetja alla Serba sína til að drífa sig í bólusetningu en á þessari stundu eru aðeins 40% fullbólusett í landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×