Náðu tveimur lykilborgum í kvöld Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. ágúst 2021 00:02 Sókn talibana heldur áfram. Þeir ráða nú yfir tveimur af þremur stærstu borgum landsins. EPA/JALIL REZAYEE Talibanar hertóku í kvöld tvær stórar borgir í Afganistan, þær næststærstu á eftir höfuðborginni Kabul. Herlið talibana þrengir stöðugt að höfuðborginni og hefur nú náð yfirráðum í 12 af 34 héraðshöfuðborgum landsins á innan við viku. Þær tvær sem þeir náðu í kvöld, Kandahar og Herat, eru þær stærstu sem talibanar hafa náð á sitt vald hingað til í stríði sínu við stjórnarher Afganistan. Til viðbótar náðu þeir borginni Ghazni á sitt vald í morgun, sem AP fréttaveitan segir að sé afar mikilvæg herfræðilega, því hún sker á aðalleið stjórnarhersins milli höfuðborgarinnar og suðurhéraða landsins. Vísir fjallaði ítarlega um stríð talibana og stjórnarhersins í morgun: Sækja starfsmenn sendiráða Bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda herlið til höfuðborgarinnar til að aðstoða starfsfólk sendiráða sinna við að yfirgefa landið. Um sex hundruð hermenn fara í leiðangurinn frá Bretlandi en um tvö þúsund frá Bandaríkjunum, samkvæmt frétt The Guardian. Þrátt fyrir þetta segja erlendir miðlar að enn sem komið er eigi afganski herinn ekki í hættu á að missa Kabul. Talibanar hafa þó þrengt verulega að borginni í nýrri sókn sem þeir hófu í vikunni en þeir ráða nú yfir meira en tveimur þriðju hluta alls landsvæðis Afganistan. Ríkisstjórnin á að hafa boðið talibönum að ganga að samkomulagi í dag sem myndi felast í því að þeir myndu deila völdum með ríkisstjórn Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og hætta átökunum. Stjórnendur annarrar borgar komust undan Borgin Herat féll í hendur talibana í kvöld eftir linnulausar árásir þeirra í tvær vikur. Þeir börðust þar aðallega við herlið stríðsherrans Ismail Khans, sem styður ríkisstjórnina, og mætti í borgina til að aðstoða við varnir hennar. Ekki er vitað hvað varð um hann eftir að borgin féll, þegar þetta er skrifað. Samkvæmt AP komust héraðsstjóri Kandahar og aðrir stjórnarmenn borgarinnar úr borginni með flugi til Kabul áður en hún féll í hendur talibana í kvöld. Hér má sjá kort frá AFP fréttaveitunni síðan í morgun sem sýnir þróun síðustu vikna: The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April to August pic.twitter.com/sPjEzgqXFO— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021 Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Þær tvær sem þeir náðu í kvöld, Kandahar og Herat, eru þær stærstu sem talibanar hafa náð á sitt vald hingað til í stríði sínu við stjórnarher Afganistan. Til viðbótar náðu þeir borginni Ghazni á sitt vald í morgun, sem AP fréttaveitan segir að sé afar mikilvæg herfræðilega, því hún sker á aðalleið stjórnarhersins milli höfuðborgarinnar og suðurhéraða landsins. Vísir fjallaði ítarlega um stríð talibana og stjórnarhersins í morgun: Sækja starfsmenn sendiráða Bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda herlið til höfuðborgarinnar til að aðstoða starfsfólk sendiráða sinna við að yfirgefa landið. Um sex hundruð hermenn fara í leiðangurinn frá Bretlandi en um tvö þúsund frá Bandaríkjunum, samkvæmt frétt The Guardian. Þrátt fyrir þetta segja erlendir miðlar að enn sem komið er eigi afganski herinn ekki í hættu á að missa Kabul. Talibanar hafa þó þrengt verulega að borginni í nýrri sókn sem þeir hófu í vikunni en þeir ráða nú yfir meira en tveimur þriðju hluta alls landsvæðis Afganistan. Ríkisstjórnin á að hafa boðið talibönum að ganga að samkomulagi í dag sem myndi felast í því að þeir myndu deila völdum með ríkisstjórn Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og hætta átökunum. Stjórnendur annarrar borgar komust undan Borgin Herat féll í hendur talibana í kvöld eftir linnulausar árásir þeirra í tvær vikur. Þeir börðust þar aðallega við herlið stríðsherrans Ismail Khans, sem styður ríkisstjórnina, og mætti í borgina til að aðstoða við varnir hennar. Ekki er vitað hvað varð um hann eftir að borgin féll, þegar þetta er skrifað. Samkvæmt AP komust héraðsstjóri Kandahar og aðrir stjórnarmenn borgarinnar úr borginni með flugi til Kabul áður en hún féll í hendur talibana í kvöld. Hér má sjá kort frá AFP fréttaveitunni síðan í morgun sem sýnir þróun síðustu vikna: The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April to August pic.twitter.com/sPjEzgqXFO— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47
Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14
Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01