Náðu tveimur lykilborgum í kvöld Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. ágúst 2021 00:02 Sókn talibana heldur áfram. Þeir ráða nú yfir tveimur af þremur stærstu borgum landsins. EPA/JALIL REZAYEE Talibanar hertóku í kvöld tvær stórar borgir í Afganistan, þær næststærstu á eftir höfuðborginni Kabul. Herlið talibana þrengir stöðugt að höfuðborginni og hefur nú náð yfirráðum í 12 af 34 héraðshöfuðborgum landsins á innan við viku. Þær tvær sem þeir náðu í kvöld, Kandahar og Herat, eru þær stærstu sem talibanar hafa náð á sitt vald hingað til í stríði sínu við stjórnarher Afganistan. Til viðbótar náðu þeir borginni Ghazni á sitt vald í morgun, sem AP fréttaveitan segir að sé afar mikilvæg herfræðilega, því hún sker á aðalleið stjórnarhersins milli höfuðborgarinnar og suðurhéraða landsins. Vísir fjallaði ítarlega um stríð talibana og stjórnarhersins í morgun: Sækja starfsmenn sendiráða Bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda herlið til höfuðborgarinnar til að aðstoða starfsfólk sendiráða sinna við að yfirgefa landið. Um sex hundruð hermenn fara í leiðangurinn frá Bretlandi en um tvö þúsund frá Bandaríkjunum, samkvæmt frétt The Guardian. Þrátt fyrir þetta segja erlendir miðlar að enn sem komið er eigi afganski herinn ekki í hættu á að missa Kabul. Talibanar hafa þó þrengt verulega að borginni í nýrri sókn sem þeir hófu í vikunni en þeir ráða nú yfir meira en tveimur þriðju hluta alls landsvæðis Afganistan. Ríkisstjórnin á að hafa boðið talibönum að ganga að samkomulagi í dag sem myndi felast í því að þeir myndu deila völdum með ríkisstjórn Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og hætta átökunum. Stjórnendur annarrar borgar komust undan Borgin Herat féll í hendur talibana í kvöld eftir linnulausar árásir þeirra í tvær vikur. Þeir börðust þar aðallega við herlið stríðsherrans Ismail Khans, sem styður ríkisstjórnina, og mætti í borgina til að aðstoða við varnir hennar. Ekki er vitað hvað varð um hann eftir að borgin féll, þegar þetta er skrifað. Samkvæmt AP komust héraðsstjóri Kandahar og aðrir stjórnarmenn borgarinnar úr borginni með flugi til Kabul áður en hún féll í hendur talibana í kvöld. Hér má sjá kort frá AFP fréttaveitunni síðan í morgun sem sýnir þróun síðustu vikna: The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April to August pic.twitter.com/sPjEzgqXFO— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021 Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Þær tvær sem þeir náðu í kvöld, Kandahar og Herat, eru þær stærstu sem talibanar hafa náð á sitt vald hingað til í stríði sínu við stjórnarher Afganistan. Til viðbótar náðu þeir borginni Ghazni á sitt vald í morgun, sem AP fréttaveitan segir að sé afar mikilvæg herfræðilega, því hún sker á aðalleið stjórnarhersins milli höfuðborgarinnar og suðurhéraða landsins. Vísir fjallaði ítarlega um stríð talibana og stjórnarhersins í morgun: Sækja starfsmenn sendiráða Bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda herlið til höfuðborgarinnar til að aðstoða starfsfólk sendiráða sinna við að yfirgefa landið. Um sex hundruð hermenn fara í leiðangurinn frá Bretlandi en um tvö þúsund frá Bandaríkjunum, samkvæmt frétt The Guardian. Þrátt fyrir þetta segja erlendir miðlar að enn sem komið er eigi afganski herinn ekki í hættu á að missa Kabul. Talibanar hafa þó þrengt verulega að borginni í nýrri sókn sem þeir hófu í vikunni en þeir ráða nú yfir meira en tveimur þriðju hluta alls landsvæðis Afganistan. Ríkisstjórnin á að hafa boðið talibönum að ganga að samkomulagi í dag sem myndi felast í því að þeir myndu deila völdum með ríkisstjórn Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og hætta átökunum. Stjórnendur annarrar borgar komust undan Borgin Herat féll í hendur talibana í kvöld eftir linnulausar árásir þeirra í tvær vikur. Þeir börðust þar aðallega við herlið stríðsherrans Ismail Khans, sem styður ríkisstjórnina, og mætti í borgina til að aðstoða við varnir hennar. Ekki er vitað hvað varð um hann eftir að borgin féll, þegar þetta er skrifað. Samkvæmt AP komust héraðsstjóri Kandahar og aðrir stjórnarmenn borgarinnar úr borginni með flugi til Kabul áður en hún féll í hendur talibana í kvöld. Hér má sjá kort frá AFP fréttaveitunni síðan í morgun sem sýnir þróun síðustu vikna: The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April to August pic.twitter.com/sPjEzgqXFO— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47
Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14
Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01