Erlent

Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið

Heimir Már Pétursson skrifar
Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa frá upphafi faraldursins viðhaft strangar aðgerðir á landamærunum.
Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa frá upphafi faraldursins viðhaft strangar aðgerðir á landamærunum. epa/Peter Meecham

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi.

Arden sagði að um áramótin yrði tekið upp einstaklingsbundið mat varðandi ferðalög án þess að þurfa að sæta sóttkví. Áhersla væri lögð á að ljúka bólusetningu nýsjálensku þjóðarinnar fyrir lok þessa árs. 

Nýsjálendingar hafa frá upphafi faraldursins brugðist við með algerri lokun landamæranna og útgöngubanni af og til á einstökum stöðum. Landið er hins vegar töluvert á eftir ríkjum Evrópu og norður Ameríku í bólusetningum. 

Harðar aðgerðir stjórnvalda á Nýja-Sjálandi hafa skilað þeim árangri að 26 hafa látist þar vegna Covid-19 frá upphafi faraldursins en um fimm milljónir manna búa í landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×