Segir það hlutverk lífs síns að vera eigandi Wrexham og mun alls ekki nota hugtakið „soccer“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 12:00 Ryan Reynolds er eigandi og stuðningsmaður Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni. Goal Hollywood-stjarnan Ryan Reynolds hefur leikið nokkur stór hlutverk til þessa á lífsleiðinni. Að hans mati er þó ekkert stærra en að vera eigandi knattspyrnufélagsins Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni um þessar mundir. „Þetta er hlutverk lífs míns, sem og Rob McElhenney,“ sagði Reynolds í viðtali við Sky fréttastofuna um nýtt hlutverk sitt og McElhenney en fyrr á þessu ári festu þeir kaup á Wrexham, knattspyrnuliði í Wales sem spilar þó í ensku deildarkeppninni. Síðan þá hafa þeir sett tvær milljónir punda í félagið sem var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í D-deildinni á síðustu leiktíð. Reynolds, sem æfði fótbolta í 10 ár á sínum yngri árum, er frá Kanada en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í fleiri ár ætlar ekki að nota bandaríska orðið yfir fótbolta er hann kemur til Wales. Ástæan er frekar einföld í hans huga. „Ég mun aldrei kalla þetta soccer. Mér er of umhugað um eigin velferð til þess,“ sagði leikarinn kíminn að venju. Can t get to the Racecourse Ground fast enough. Game on. #UpTheTown @Wrexham_AFC pic.twitter.com/tOZ0vMZcSt— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 10, 2021 Wrexham verður 157 ára á þessu ári en félagið var stofnað árið 1854. Um er að ræða þriðja elsta knattspyrnufélag í heiminum. Reynolds vill anda þessari sögu að sér þegar hann kemst loksins til Wales en vegna kórónufaraldursins hafa eigendurnir ekki komist í hinn sögufræga bæ Wrexham. „Það fyrsta sem við ætlum að gera er að fara á Racecourse-völlinn (heimavöll Wrexham) og eyða tíma á vellinum. Anda að okkur andrúmsloftinu og taka inn eins mikið að við getum. Svo viljum við koma að eins miklu og við getum í samfélaginu. Ég er mjög spenntur að upplifa allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.“ Hollywood superstar Ryan Reynolds says being @Wrexham_AFC owner is the 'role of a lifetime' and that he hopes to visit the National League club soon | @VancityReynolds pic.twitter.com/0SYKNBXWaD— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 10, 2021 „Það er rík saga í bænum Wrexham og mikil ástríða fyrir knattspyrnufélaginu. Okkur líður eins og þetta tvennt sé tvinnað saman og við viljum lyfta bæði bænum og félaginu á hærri stall, gera það sýnilegra umheiminum,“ sagði Reynolds í viðtali sínu við Sky. Því til sönnunar má benda á stikluna hér að neðan en þeir Ryan og Rob hafa þegar hafist handa við framleiðslu á raunveruleikaþáttum sem snúa að félaginu. Wrexham var aðeins stigi frá því að komast í umspil E-deildarinnar á síðustu leiktíð en það er ljóst að þeir félagar Ryan og Rob stefna á að koma liðinu upp. Stærsta spurningin er hvort myndavélarnar muni trufla en þau sem hafa séð Netflix-þættina Sunderland ´Til I die muna hvernig það ævintýri fór. Fótbolti Enski boltinn Hollywood Wales Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
„Þetta er hlutverk lífs míns, sem og Rob McElhenney,“ sagði Reynolds í viðtali við Sky fréttastofuna um nýtt hlutverk sitt og McElhenney en fyrr á þessu ári festu þeir kaup á Wrexham, knattspyrnuliði í Wales sem spilar þó í ensku deildarkeppninni. Síðan þá hafa þeir sett tvær milljónir punda í félagið sem var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í D-deildinni á síðustu leiktíð. Reynolds, sem æfði fótbolta í 10 ár á sínum yngri árum, er frá Kanada en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í fleiri ár ætlar ekki að nota bandaríska orðið yfir fótbolta er hann kemur til Wales. Ástæan er frekar einföld í hans huga. „Ég mun aldrei kalla þetta soccer. Mér er of umhugað um eigin velferð til þess,“ sagði leikarinn kíminn að venju. Can t get to the Racecourse Ground fast enough. Game on. #UpTheTown @Wrexham_AFC pic.twitter.com/tOZ0vMZcSt— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 10, 2021 Wrexham verður 157 ára á þessu ári en félagið var stofnað árið 1854. Um er að ræða þriðja elsta knattspyrnufélag í heiminum. Reynolds vill anda þessari sögu að sér þegar hann kemst loksins til Wales en vegna kórónufaraldursins hafa eigendurnir ekki komist í hinn sögufræga bæ Wrexham. „Það fyrsta sem við ætlum að gera er að fara á Racecourse-völlinn (heimavöll Wrexham) og eyða tíma á vellinum. Anda að okkur andrúmsloftinu og taka inn eins mikið að við getum. Svo viljum við koma að eins miklu og við getum í samfélaginu. Ég er mjög spenntur að upplifa allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.“ Hollywood superstar Ryan Reynolds says being @Wrexham_AFC owner is the 'role of a lifetime' and that he hopes to visit the National League club soon | @VancityReynolds pic.twitter.com/0SYKNBXWaD— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 10, 2021 „Það er rík saga í bænum Wrexham og mikil ástríða fyrir knattspyrnufélaginu. Okkur líður eins og þetta tvennt sé tvinnað saman og við viljum lyfta bæði bænum og félaginu á hærri stall, gera það sýnilegra umheiminum,“ sagði Reynolds í viðtali sínu við Sky. Því til sönnunar má benda á stikluna hér að neðan en þeir Ryan og Rob hafa þegar hafist handa við framleiðslu á raunveruleikaþáttum sem snúa að félaginu. Wrexham var aðeins stigi frá því að komast í umspil E-deildarinnar á síðustu leiktíð en það er ljóst að þeir félagar Ryan og Rob stefna á að koma liðinu upp. Stærsta spurningin er hvort myndavélarnar muni trufla en þau sem hafa séð Netflix-þættina Sunderland ´Til I die muna hvernig það ævintýri fór.
Fótbolti Enski boltinn Hollywood Wales Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira