Erlent

Aðstoðarmaður Cuomo segir af sér

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
DeRosa er sögð hafa hylmt yfir með Cuomo.
DeRosa er sögð hafa hylmt yfir með Cuomo. epa/Justin Lane

Melissa DeRosa, aðstoðarmaður Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, hefur sagt upp störfum. Nafn DeRosa kemur fram 187 sinnum í skýrslu saksóknara um kynferðislega áreitni Cuomo í garð kvenna, þar sem hún er meðal annars sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanni sínum og hótað að minnsta kosti einum þolanda.

Cuomo neitar því að hafa gert nokkuð af sér og hefur heitið því að halda áfram sem ríkisstjóri en á mögulega yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu og ákærur.

Í yfirlýsingu sinni segir DeRosa að síðust tvö ár hafi reynt á hana bæði andlega og tilfinningalega. Hún sé hins vegar þakklát fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íbúa New York og með hæfileikaríkum samstarfsfélögum.

Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrslu saksóknara. Á fundinum verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar kallað eftir því að hann segi af sér.

Skýrslan um meint kynferðisbrot ríkisstjórans byggir á fimm mánaða vinnu þar sem rætt var við um 200 einstaklinga, meðal annars samstarfsfólk Cuomo og þær konur sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni.


Tengdar fréttir

Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni

Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans.

Biden hvetur Cuomo til að segja af sér

Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag.

Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna.

Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna

Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×